Endurleikur Haukur Örn Birgisson skrifar 1. október 2019 07:45 Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun