Hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir að fram undan sé skammvinnt samdráttarskeið í efnahagskerfinu í nýrri hagspá til næstu tveggja ára sem birt var í gær. Spáin gerir ráð fyrir 0,3 prósenta samdrætti á yfirstandandi ári en að viðsnúningur verði strax á næsta ári. Þannig verði hagvöxtur 0,6 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2021.
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar byggir á Þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í maí. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta samdrætti á yfirstandandi ári en 2,6 prósenta hagvexti á því næsta. Í greinargerð frumvarpsins kemur þó fram að sú spá sé bjartsýn samanborið við aðra greiningaraðila.
„Geta heimila og fyrirtækja til að takast á við stöðuna nú er hins vegar almennt allt önnur og betri en í síðustu niðursveiflu,“ segir í inngangi hagspár ASÍ. Það sama gildi einnig um getu stjórnvalda og Seðlabankans til að bregðast við. Þá segir að góðu heilli hafi áhrifin af falli WOW verið minni en við var búist.
Hagdeild ASÍ telur einnig að fjárfesting hins opinbera aukist og verði 4,4 prósent af vergri landsframleiðslu í lok spátímans.
Hagdeild ASÍ spáir skammvinnu samdráttarskeiði
Sighvatur Arnmundsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland
Viðskipti innlent


Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent