Mælaborð sem greinir stöðu barna vann verðlaun UNICEF Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 18:06 Hjördís Eva Þórðardóttir, frá UNICEF á Íslandi, Anna Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri innleiðingar Barnasáttmála SÞ hjá Kópavogsbæ, Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs með verðlaunagripinn. Aðsend Mælaborð sem þróað hefur verið af Kópavogsbæ í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi vann í dag alþjóðleg verðlaun UNICEF fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í nærumhverfi barna. Mælaborðið safnar tölfræðigögnum og greina þau í þeim tilgangi að fá betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu og forgangsraða í þágu þeirra. Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu UNICEF um innleiðingu barnasáttmálans í sveitarfélögum en ráðstefnan er haldin í Köln í Þýskalandi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tók við verðlaununum ásamt fulltrúum Kópavogs. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var einnig með í för. „Ég hef haft sterka sannfæringu fyrir því að með breyttum vinnubrögðum og aukinni samvinnu getum við náð fram byltingu þegar kemur að málefnum barna á Íslandi. Það er mjög ánægjulegt að eitt af þeim samvinnuverkefnum sem lögð hefur verið áhersla á í þessari vegferð sé að fá stóra alþjóðlega viðurkenningu. Það gefur okkur byr í seglin og sýnir að við erum á réttri leið,” er haft eftir Ásmundi Einari í fréttatilkynningu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tekur í sama streng og tekur verðlaununum fagnandi. Þau séu viðurkenning á metnaðarfullri innleiðingu barnasáttmálans. „Markmiðið með mælaborðinu er að við getum forgangsraðað enn betur í þágu barna og vonandi mun það nýtast sem víðast, innanlands sem utan,“ segir Ármann. Fyrstu drög að mælaborðinu voru kynnt á ráðstefnunni Breytingar í þágu barna sem haldin var á vegum félags- og barnamálaráðherra þann 2. október síðastliðinn. Í fréttatilkynningu segir að þar hafi komið skýrt fram að með mælaborði megi tryggja rétta stýringu aðgerða í þágu barna og þar með betri nýtingu fjármuna. Vonir standa til þess að í náinni framtíð muni það geta nýst hverju og einu sveitarfélagi og þar með landinu öllu. Börn og uppeldi Félagsmál Kópavogur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Enn hirtir nefndin Ómar Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Sjá meira
Mælaborð sem þróað hefur verið af Kópavogsbæ í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi vann í dag alþjóðleg verðlaun UNICEF fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í nærumhverfi barna. Mælaborðið safnar tölfræðigögnum og greina þau í þeim tilgangi að fá betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu og forgangsraða í þágu þeirra. Verðlaunin voru afhent á ráðstefnu UNICEF um innleiðingu barnasáttmálans í sveitarfélögum en ráðstefnan er haldin í Köln í Þýskalandi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tók við verðlaununum ásamt fulltrúum Kópavogs. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var einnig með í för. „Ég hef haft sterka sannfæringu fyrir því að með breyttum vinnubrögðum og aukinni samvinnu getum við náð fram byltingu þegar kemur að málefnum barna á Íslandi. Það er mjög ánægjulegt að eitt af þeim samvinnuverkefnum sem lögð hefur verið áhersla á í þessari vegferð sé að fá stóra alþjóðlega viðurkenningu. Það gefur okkur byr í seglin og sýnir að við erum á réttri leið,” er haft eftir Ásmundi Einari í fréttatilkynningu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tekur í sama streng og tekur verðlaununum fagnandi. Þau séu viðurkenning á metnaðarfullri innleiðingu barnasáttmálans. „Markmiðið með mælaborðinu er að við getum forgangsraðað enn betur í þágu barna og vonandi mun það nýtast sem víðast, innanlands sem utan,“ segir Ármann. Fyrstu drög að mælaborðinu voru kynnt á ráðstefnunni Breytingar í þágu barna sem haldin var á vegum félags- og barnamálaráðherra þann 2. október síðastliðinn. Í fréttatilkynningu segir að þar hafi komið skýrt fram að með mælaborði megi tryggja rétta stýringu aðgerða í þágu barna og þar með betri nýtingu fjármuna. Vonir standa til þess að í náinni framtíð muni það geta nýst hverju og einu sveitarfélagi og þar með landinu öllu.
Börn og uppeldi Félagsmál Kópavogur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Enn hirtir nefndin Ómar Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Sjá meira