Adidas hefur endurvinnslu Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 17. október 2019 14:30 Þessi nýja þjónusta Adidas á að minnka fatasóun, en áætlað er að föt að andvirði 22,5 milljarða króna séu urðuð í Bretlandi á ári hverju.Nordicphotos/GETTY Íþróttavörurisinn Adidas er kominn í samstarf við breska sprotafyrirtækið Stuffstr til að hefja endurnýtingu á vörum sínum. Hugmyndin er að gera viðskiptavinum kleift að skila inn notuðum fatnaði og fá inneignarnótu hjá Adidas í staðinn. Sem stendur er þjónustan bara í boði í Bretlandi, en viðskiptavinum sem hafa skráð sig í nokkurs konar vildarklúbb fyrirtækisins þar í landi er boðið að skila öllum Adidas-vörum sem hafa verið keyptar af merkinu síðustu fimm ár, sama í hvernig ástandi þær eru. Vörurnar verða svo seldar aftur. Ef þær þurfa viðgerð fá þær hana og ef þær eru í slæmu ásigkomulagi verða þær endurnýttar í nýjar vörur. Ætlunin er að bjóða upp á þessa þjónustu á öðrum sérvöldum mörkuðum á næsta ári.Fólk vill minni sóun Þessi nýja þjónusta er skref í rétta átt hjá íþróttavörurisanum og getur minnkað sóun verulega. Fyrirtækið setti á fót svipuð verkefni í verslunum í Brasilíu árið 2012 og í Kanada árið 2016 og á síðasta ári bauðst fólki líka að skila gömlum fötum og skóm inn í níu verslanir í London, París, New York og Los Angeles.Adidas er einn stærsti íþróttavöruframleiðandi heims og því getur betri nýting á vörum fyrirtækisins haft mikil jákvæð áhrif.Þjónustan endurspeglar sívaxandi þrýsting á stóru tískumerkin frá bæði neytendum og eftirlitsaðilum sem vilja að þau bregðist við því gríðarlega magni af úrgangi sem starfsemi þeirra skapar. Áætlað er að föt að andvirði tæplega 22,5 milljarða króna séu urðuð árlega, bara í Bretlandi. Adidas hefur lagt áherslu á að minnka sóun og úrgang síðustu ár og ætlar til dæmis einungis að nota endurunnið plast í vörur sínar frá árinu 2024.Vilja breyta neysluhegðun En það getur verið erfitt að fá neytendur til að skila inn vörum sem þeir vilja ekki lengur og svo er það flókið mál að flokka og vinna úr þessu magni af fötum sem verður skilað inn. Adidas vonast til að samstarfið við Stuffstr komi þar að gagni.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Adidas vinnur með öðrum, en fyrirtækið hefur til dæmis unnið með frægum einstaklingum eins og Kanye West.Breskir neytendur geta skilað inn vörum sem eru virði 20 punda eða meira í gegnum snjallsímaforrit frá Adidas. Stuffstr sér svo um að safna saman vörunum og selja þær aftur í gegnum sölusíður eins og Ebay. Þessi nýja þjónusta er að mörgu leyti lengra komin en önnur álíka þjónusta og Stuffstr vonast til þess að hún breyti neytendahegðun með því að draga úr aðdráttarafli hraðtísku og fái fólk til að hugsa meira um verðgildi hlutanna. John Atcheson, stofnandi og framkvæmdastjóri Stuffstr, segir að hugmyndin sé að gefa fólki fjárhagslegan hvata til að kaupa hluti sem endast. Þannig vonast hann til að þjónustan gefi fólki tól til að hugsa og haga sér öðruvísi. Bretland Umhverfismál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Íþróttavörurisinn Adidas er kominn í samstarf við breska sprotafyrirtækið Stuffstr til að hefja endurnýtingu á vörum sínum. Hugmyndin er að gera viðskiptavinum kleift að skila inn notuðum fatnaði og fá inneignarnótu hjá Adidas í staðinn. Sem stendur er þjónustan bara í boði í Bretlandi, en viðskiptavinum sem hafa skráð sig í nokkurs konar vildarklúbb fyrirtækisins þar í landi er boðið að skila öllum Adidas-vörum sem hafa verið keyptar af merkinu síðustu fimm ár, sama í hvernig ástandi þær eru. Vörurnar verða svo seldar aftur. Ef þær þurfa viðgerð fá þær hana og ef þær eru í slæmu ásigkomulagi verða þær endurnýttar í nýjar vörur. Ætlunin er að bjóða upp á þessa þjónustu á öðrum sérvöldum mörkuðum á næsta ári.Fólk vill minni sóun Þessi nýja þjónusta er skref í rétta átt hjá íþróttavörurisanum og getur minnkað sóun verulega. Fyrirtækið setti á fót svipuð verkefni í verslunum í Brasilíu árið 2012 og í Kanada árið 2016 og á síðasta ári bauðst fólki líka að skila gömlum fötum og skóm inn í níu verslanir í London, París, New York og Los Angeles.Adidas er einn stærsti íþróttavöruframleiðandi heims og því getur betri nýting á vörum fyrirtækisins haft mikil jákvæð áhrif.Þjónustan endurspeglar sívaxandi þrýsting á stóru tískumerkin frá bæði neytendum og eftirlitsaðilum sem vilja að þau bregðist við því gríðarlega magni af úrgangi sem starfsemi þeirra skapar. Áætlað er að föt að andvirði tæplega 22,5 milljarða króna séu urðuð árlega, bara í Bretlandi. Adidas hefur lagt áherslu á að minnka sóun og úrgang síðustu ár og ætlar til dæmis einungis að nota endurunnið plast í vörur sínar frá árinu 2024.Vilja breyta neysluhegðun En það getur verið erfitt að fá neytendur til að skila inn vörum sem þeir vilja ekki lengur og svo er það flókið mál að flokka og vinna úr þessu magni af fötum sem verður skilað inn. Adidas vonast til að samstarfið við Stuffstr komi þar að gagni.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Adidas vinnur með öðrum, en fyrirtækið hefur til dæmis unnið með frægum einstaklingum eins og Kanye West.Breskir neytendur geta skilað inn vörum sem eru virði 20 punda eða meira í gegnum snjallsímaforrit frá Adidas. Stuffstr sér svo um að safna saman vörunum og selja þær aftur í gegnum sölusíður eins og Ebay. Þessi nýja þjónusta er að mörgu leyti lengra komin en önnur álíka þjónusta og Stuffstr vonast til þess að hún breyti neytendahegðun með því að draga úr aðdráttarafli hraðtísku og fái fólk til að hugsa meira um verðgildi hlutanna. John Atcheson, stofnandi og framkvæmdastjóri Stuffstr, segir að hugmyndin sé að gefa fólki fjárhagslegan hvata til að kaupa hluti sem endast. Þannig vonast hann til að þjónustan gefi fólki tól til að hugsa og haga sér öðruvísi.
Bretland Umhverfismál Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira