Bréfið: „Stundum langar mig bara að leika við lim“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Halldór segir það mikið tabú að karlar leiki sér saman en það þyki aftur á móti bara töff þegar konur geri það. Getty „Ég er 50 ára karlmaður með ágætis reynslu í kynlífi. Á dögunum var ég spurður af vinkonu minni hvort að ég hefði verið með karlmanni, ég andaði djúpt og hugsaði hvort ég ætti að segja satt eður ei.“ Makamálum barst tölvupóstur á dögunum frá karlmanni sem las viðtalsliðinn BRÉFIÐ en umrætt viðtal var við karlmann sem giftur er konu en viðurkenndi að stunda kynlíf með karlmönnum.Karlmaðurinn, sem héreftir er kallaður Halldór, óskaði nafnleyndar. Halldór segir mikið tabú vera í samfélaginu fyrir því að karlmenn leiki saman og féllst á að koma í viðtal og deila sinni reynslu.Óttaðist það að vera kannski hommiHvenær vissir þú að þú hefðir áhuga á því að prófa þig áfram með karlmönnum?Þetta byrjaði á unglingsárunum með því að við félagarnir vorum að horfa á klám saman. Það þróaðist svo í það að rúnka hvorum öðrum og svo fór þetta út í tott. Þetta gerðist nokkrum sinnum en mér fannst þetta vera rangt, líklega vegna þess að þetta æsti mig frekar mikið upp. Eftir tvítugt þá hugsaði ég um þetta og það gerði mig frekar mikið graðan en einnig hræddan, hræddan við það að ég væri kannski hommi.Ég, til dæmis hitti mann rétt eftir tvítugt, fór með honum heim og við horfðum á klám saman. Ég var svo æstur að ég gat ekki leyft honum að koma við liminn minn því þá hefði ég fengið það strax. Þarna var ég sannfærður um að vera hommi því svona aðstæður gátu ekki verið svona æsandi án þess að vera gay.Halldór segist aldrei hafa skilgreint sig sem homma þó að hann hafi verið í vafa á þessu tímabili í lífi sínu. Ástæðuna segir hann vera tilfinningalegs eðlis.Allar mínar tilfinningar og hrifning er einungis til kvenna. En ég hef oft pælt í því hvort að ég væri tvíkynhneigður. Ef að það er hægt að setja þetta í prósentur þá myndi ég telja mig 80% gagnkynhneigðan og 20% tvíkynhneigðan. Ég hef aldrei hrifist neitt að körlum þannig séð. Ég elska allt við konur og kvenlíkamann. Hárið, augun, varirnar og munninn og bara allt. Ég get sleikt og kysst allan líkama konu og ég elska að kyssa konu djúpum og heitum kossi. Og tilfinningarnar sem ég fæ til kvenna, ég verð ástfanginn mörgum sinnum á dag!Stundum langar mig bara að leika við lim og er löngu búinn að átta mig á því að ég „smitast ekki af hommusi“ þó að ég komi við lim.Áttu einhverja karlkyns vini sem að þú getur rætt við um kynhneigð eða kynhegðun þína?Nei, ég hef ekki rætt þetta við karlkyns vini og við félagarnir sem byrjuðum á þessu sem unglingar minnumst aldrei á þetta ef við hittumst í dag. En á dögunum var ég spurður af vinkonu minni hvort að ég hefði verið með karlmanni. Ég andaði djúpt og hugsaði hvort ég ætti að segja satt eður ei.Það hefur nefnilega þótt mikið tabú að karlar leiki sér saman eða svona jafn mikið tabú og það þykir töff að konur leiki sér saman. Ég svaraði já, augu hennar fengu mikinn forvitnis- og spennuglampa og spurningunum rigndi yfir mig! „Hefur þú tekið mann í rassinn? Tottaru? Ert þú tekinn?“ Þetta minnti mig á þegar lesbíur kvarta yfir beinum spurningum um þeirra kynlíf.Og svo kom stóra spurningin: „Ertu hommi?“ Ég svaraði neitandi en sagðist stundum hafa þörf fyrir að krydda upp á kynlífið, stundum með karlmanni og stundum með pörum.Þegar þú prófaðir fyrst að vera með pari, varstu þá bæði með karlinum og konunni, eða hvernig þróaðist þetta?Í fyrsta skiptið var bara leikið við konuna, það var ákveðið fyrirfram. Oftast er hittingurinn með það fyrir augum að konan sé aðalfókusinn og ég og hennar maður sinnum henni. Í svona hittingum kemur samt fljótlega í ljós hvort að karlmaðurinn sé ekki að fíla snertingar frá öðrum karlmanni. Það er óhjákvæmilegt í svona brölti að við snertumst eitthvað, ég set kannski hendina á lærið á honum til að komast í betri stöðu gagnvart konunnni. Síðan geta hlutir svo þróast í allar áttir.Ég hef sjálfur sóst eftir því að hitta pör frekar en einhleypar konur, þá er ég nánast stikkfrí og þarf ekkert að spá í því hvort að við séum núna saman. Því þegar ég er með pörum þá eru engar tilfinningaflækjur. Ég spyr bara hverjar reglurnar séu, hvað má og hvað má ekki. Halldór segist hafa á tímabili verið í löngu sambandi með konu og þau hafi aldrei prófað að leika með öðru fólki. En í dag þá sé hann með prófíl á Einkamal.is og einnig á sdc.com. Hann segir þetta vera leiðina sína til að komast í samband við pör og menn en hann kjósi helst að hittast í þeirra húsnæði. Finnst þér íslenskt samfélag vera opið fyrir ólíkum kynlífssenum?Ekki kannski opið, en það er klárlega aðeins að opnast. Til dæmis er swing-senan frekar stór á íslandi en hún fer svolítið huldu höfði þar sem við erum svo lítið land og fámenn.Halldór segir jafnframt samfélagið vera miklu opnara fyrir kynlífi á milli kvenna heldur en kynlífi á milli karla.Það eru rifnir upp íslenskir fánar og þjóðsöngurinn sunginn ef konur byrja að láta vel hvor að annarri. Ef þær kyssast og káfa þá er eins og það hafi verið skorað mark. En það að karlmenn leiki saman er bara mega tabú og enginn má vita neitt. Líklega þykir það bara alls ekki karlmannlegt að karlmenn stundi kynlíf saman eða allavega ekki eins töff og þegar konur gera það.Best að vera með eldri eða giftum karlmönnum, því þeir kjafta ekki fráMennirnir sem þú hefur sofið hjá eða leikið við, skilgreina þeir sig sem samkynhneigða eða gagnkynhneigða?Í 95% tilvika skilgreina þeir sig gagnkynhneigða og oftast eru þeir giftir. Ég hef einnig langoftast hitt menn sem eru eldri en ég því ég get treyst þeim betur fyrir því að vera ekki að kjafta frá. Ef þeir eru giftir þá get ég líka verið mjög viss um að þeir vilja halda þessu leyndu. Í þessum leikjum og í swing-senunni er þagmælskan mikils virði því auðvitað kemur Pétri og Pálu ekkert við hvað fólk er að gera í svefnherberginu sínu. Ástæðan fyrir því að ég kýs að koma undir nafnleynd í þessu viðtali er líklegast sú að mér finnst það sem ég geri einn eða með öðru fólki vera mitt einkamál en ég fann þörf fyrir því að senda Makamálum þennan póst eftir viðtalið sem ég las um mann sem er giftur og leikur með öðrum karlmönnum. Ég er bara viss um að það sé miklu meira um þetta en menn vilja viðurkenna og það er greinilega þörf á því að opna þessa umræðu.Fyrir þá sem vilja deila sögum eða reynslu með Makamálum er bent á að hægt er að senda póst á netfangið: [email protected]. Bréfið Tengdar fréttir Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15 Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum "Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að.“ Segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum. 1. október 2019 21:15 Bréfið: 69 ára og upplifir besta kynlíf ævi sinnar Eftir að Makamál birtu umfjöllun og viðtöl um tantranudd á dögunum barst okkur póstur frá lesanda. Innihaldið var kynlífsreynslusaga hans eftir skilnað og hvernig hann komst á þann stað að vera núna, 69 ára gamall að upplifa besta kynlíf ævi sinnar. 11. september 2019 22:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Ætlaði að giftast Birgittu Haukdal eða Daniel Radcliffe Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Tíu ár en enginn hringur“ Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Spurning vikunnar: Finnst þér næg rómantík í sambandinu þínu? Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Ég er 50 ára karlmaður með ágætis reynslu í kynlífi. Á dögunum var ég spurður af vinkonu minni hvort að ég hefði verið með karlmanni, ég andaði djúpt og hugsaði hvort ég ætti að segja satt eður ei.“ Makamálum barst tölvupóstur á dögunum frá karlmanni sem las viðtalsliðinn BRÉFIÐ en umrætt viðtal var við karlmann sem giftur er konu en viðurkenndi að stunda kynlíf með karlmönnum.Karlmaðurinn, sem héreftir er kallaður Halldór, óskaði nafnleyndar. Halldór segir mikið tabú vera í samfélaginu fyrir því að karlmenn leiki saman og féllst á að koma í viðtal og deila sinni reynslu.Óttaðist það að vera kannski hommiHvenær vissir þú að þú hefðir áhuga á því að prófa þig áfram með karlmönnum?Þetta byrjaði á unglingsárunum með því að við félagarnir vorum að horfa á klám saman. Það þróaðist svo í það að rúnka hvorum öðrum og svo fór þetta út í tott. Þetta gerðist nokkrum sinnum en mér fannst þetta vera rangt, líklega vegna þess að þetta æsti mig frekar mikið upp. Eftir tvítugt þá hugsaði ég um þetta og það gerði mig frekar mikið graðan en einnig hræddan, hræddan við það að ég væri kannski hommi.Ég, til dæmis hitti mann rétt eftir tvítugt, fór með honum heim og við horfðum á klám saman. Ég var svo æstur að ég gat ekki leyft honum að koma við liminn minn því þá hefði ég fengið það strax. Þarna var ég sannfærður um að vera hommi því svona aðstæður gátu ekki verið svona æsandi án þess að vera gay.Halldór segist aldrei hafa skilgreint sig sem homma þó að hann hafi verið í vafa á þessu tímabili í lífi sínu. Ástæðuna segir hann vera tilfinningalegs eðlis.Allar mínar tilfinningar og hrifning er einungis til kvenna. En ég hef oft pælt í því hvort að ég væri tvíkynhneigður. Ef að það er hægt að setja þetta í prósentur þá myndi ég telja mig 80% gagnkynhneigðan og 20% tvíkynhneigðan. Ég hef aldrei hrifist neitt að körlum þannig séð. Ég elska allt við konur og kvenlíkamann. Hárið, augun, varirnar og munninn og bara allt. Ég get sleikt og kysst allan líkama konu og ég elska að kyssa konu djúpum og heitum kossi. Og tilfinningarnar sem ég fæ til kvenna, ég verð ástfanginn mörgum sinnum á dag!Stundum langar mig bara að leika við lim og er löngu búinn að átta mig á því að ég „smitast ekki af hommusi“ þó að ég komi við lim.Áttu einhverja karlkyns vini sem að þú getur rætt við um kynhneigð eða kynhegðun þína?Nei, ég hef ekki rætt þetta við karlkyns vini og við félagarnir sem byrjuðum á þessu sem unglingar minnumst aldrei á þetta ef við hittumst í dag. En á dögunum var ég spurður af vinkonu minni hvort að ég hefði verið með karlmanni. Ég andaði djúpt og hugsaði hvort ég ætti að segja satt eður ei.Það hefur nefnilega þótt mikið tabú að karlar leiki sér saman eða svona jafn mikið tabú og það þykir töff að konur leiki sér saman. Ég svaraði já, augu hennar fengu mikinn forvitnis- og spennuglampa og spurningunum rigndi yfir mig! „Hefur þú tekið mann í rassinn? Tottaru? Ert þú tekinn?“ Þetta minnti mig á þegar lesbíur kvarta yfir beinum spurningum um þeirra kynlíf.Og svo kom stóra spurningin: „Ertu hommi?“ Ég svaraði neitandi en sagðist stundum hafa þörf fyrir að krydda upp á kynlífið, stundum með karlmanni og stundum með pörum.Þegar þú prófaðir fyrst að vera með pari, varstu þá bæði með karlinum og konunni, eða hvernig þróaðist þetta?Í fyrsta skiptið var bara leikið við konuna, það var ákveðið fyrirfram. Oftast er hittingurinn með það fyrir augum að konan sé aðalfókusinn og ég og hennar maður sinnum henni. Í svona hittingum kemur samt fljótlega í ljós hvort að karlmaðurinn sé ekki að fíla snertingar frá öðrum karlmanni. Það er óhjákvæmilegt í svona brölti að við snertumst eitthvað, ég set kannski hendina á lærið á honum til að komast í betri stöðu gagnvart konunnni. Síðan geta hlutir svo þróast í allar áttir.Ég hef sjálfur sóst eftir því að hitta pör frekar en einhleypar konur, þá er ég nánast stikkfrí og þarf ekkert að spá í því hvort að við séum núna saman. Því þegar ég er með pörum þá eru engar tilfinningaflækjur. Ég spyr bara hverjar reglurnar séu, hvað má og hvað má ekki. Halldór segist hafa á tímabili verið í löngu sambandi með konu og þau hafi aldrei prófað að leika með öðru fólki. En í dag þá sé hann með prófíl á Einkamal.is og einnig á sdc.com. Hann segir þetta vera leiðina sína til að komast í samband við pör og menn en hann kjósi helst að hittast í þeirra húsnæði. Finnst þér íslenskt samfélag vera opið fyrir ólíkum kynlífssenum?Ekki kannski opið, en það er klárlega aðeins að opnast. Til dæmis er swing-senan frekar stór á íslandi en hún fer svolítið huldu höfði þar sem við erum svo lítið land og fámenn.Halldór segir jafnframt samfélagið vera miklu opnara fyrir kynlífi á milli kvenna heldur en kynlífi á milli karla.Það eru rifnir upp íslenskir fánar og þjóðsöngurinn sunginn ef konur byrja að láta vel hvor að annarri. Ef þær kyssast og káfa þá er eins og það hafi verið skorað mark. En það að karlmenn leiki saman er bara mega tabú og enginn má vita neitt. Líklega þykir það bara alls ekki karlmannlegt að karlmenn stundi kynlíf saman eða allavega ekki eins töff og þegar konur gera það.Best að vera með eldri eða giftum karlmönnum, því þeir kjafta ekki fráMennirnir sem þú hefur sofið hjá eða leikið við, skilgreina þeir sig sem samkynhneigða eða gagnkynhneigða?Í 95% tilvika skilgreina þeir sig gagnkynhneigða og oftast eru þeir giftir. Ég hef einnig langoftast hitt menn sem eru eldri en ég því ég get treyst þeim betur fyrir því að vera ekki að kjafta frá. Ef þeir eru giftir þá get ég líka verið mjög viss um að þeir vilja halda þessu leyndu. Í þessum leikjum og í swing-senunni er þagmælskan mikils virði því auðvitað kemur Pétri og Pálu ekkert við hvað fólk er að gera í svefnherberginu sínu. Ástæðan fyrir því að ég kýs að koma undir nafnleynd í þessu viðtali er líklegast sú að mér finnst það sem ég geri einn eða með öðru fólki vera mitt einkamál en ég fann þörf fyrir því að senda Makamálum þennan póst eftir viðtalið sem ég las um mann sem er giftur og leikur með öðrum karlmönnum. Ég er bara viss um að það sé miklu meira um þetta en menn vilja viðurkenna og það er greinilega þörf á því að opna þessa umræðu.Fyrir þá sem vilja deila sögum eða reynslu með Makamálum er bent á að hægt er að senda póst á netfangið: [email protected].
Bréfið Tengdar fréttir Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15 Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum "Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að.“ Segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum. 1. október 2019 21:15 Bréfið: 69 ára og upplifir besta kynlíf ævi sinnar Eftir að Makamál birtu umfjöllun og viðtöl um tantranudd á dögunum barst okkur póstur frá lesanda. Innihaldið var kynlífsreynslusaga hans eftir skilnað og hvernig hann komst á þann stað að vera núna, 69 ára gamall að upplifa besta kynlíf ævi sinnar. 11. september 2019 22:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Ætlaði að giftast Birgittu Haukdal eða Daniel Radcliffe Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Tíu ár en enginn hringur“ Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Spurning vikunnar: Finnst þér næg rómantík í sambandinu þínu? Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum "Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. 8. september 2019 21:15
Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum "Ég á eitt risavaxið leyndarmál sem ekki einu sinni mínir nánustu vinir vita og ég efast um að einhver muni nokkurn tíma komast að.“ Segir giftur gagnkynhneigður karlmaður á fertugsaldri sem talar um þrár sínar og langanir til þess að stunda kynlíf með karlmönnum. 1. október 2019 21:15
Bréfið: 69 ára og upplifir besta kynlíf ævi sinnar Eftir að Makamál birtu umfjöllun og viðtöl um tantranudd á dögunum barst okkur póstur frá lesanda. Innihaldið var kynlífsreynslusaga hans eftir skilnað og hvernig hann komst á þann stað að vera núna, 69 ára gamall að upplifa besta kynlíf ævi sinnar. 11. september 2019 22:00