Plast vegur þyngra en fiskar Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 14. október 2019 20:31 Vissir þú að 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir síðan plast var fyrst kynnt til sögunnar um miðja síðustu öld? Rúmlega 90% af því plasti sem er framleitt, er ekki endurunnið og það tekur plast mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára að brotna niður. Á hverju ári fara a.m.k. 8 milljónir tonna af plasti í hafið. Það jafngildir því að tæma fullan farm af vörubíl í sjóinn á hverri mínútu. Áætlað er að þettta magn aukist í tvo vörubíla á mínútu árið 2030 og fjögur hlöss á mínútu árið 2050. Ef plastmengun verður ekki stöðvuð, mun plast í hafinu vega meira en allir fiskarnir í sama sjó árið 2050. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Mikilvægt er að hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og við sem þjóð þurfum að tryggja að þessi mál séu eins og best verður á kosið. Fimmtudaginn 17. október stendur FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang - fyrir ráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið verður plast. Hver er staðan og hvert stefnum við sem þjóð? Einn helsti sérfræðingur í málefnum plasts, Paul Rendle-Barnes, verður sérstakur gestur á ráðstefnunni en hann þekkir vel til þessara mála. Hann hefur mikla þekkingu á því hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi og hefur m.a. verið ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hvað erum við að gera við plastið og hvaða leiðir eru í boði? Stöndum við Íslendingar okkur vel þegar kemur að umhverfis- og úrgangsmálum. Er einhver nýsköpun í gangi? Er urðunarskattur góð hugmynd? Hvað er atvinnulífið að gera, hvað segja stjórnvöld og hvar liggja tækifærin? Þessum spurningum og miklu fleirum ætlum við að reyna að svara á ráðstefnu FENÚR þann 17. október milli kl.13.00 – 17.00 á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á [email protected]. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri FENÚR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sorpa Umhverfismál Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir síðan plast var fyrst kynnt til sögunnar um miðja síðustu öld? Rúmlega 90% af því plasti sem er framleitt, er ekki endurunnið og það tekur plast mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára að brotna niður. Á hverju ári fara a.m.k. 8 milljónir tonna af plasti í hafið. Það jafngildir því að tæma fullan farm af vörubíl í sjóinn á hverri mínútu. Áætlað er að þettta magn aukist í tvo vörubíla á mínútu árið 2030 og fjögur hlöss á mínútu árið 2050. Ef plastmengun verður ekki stöðvuð, mun plast í hafinu vega meira en allir fiskarnir í sama sjó árið 2050. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Mikilvægt er að hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og við sem þjóð þurfum að tryggja að þessi mál séu eins og best verður á kosið. Fimmtudaginn 17. október stendur FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang - fyrir ráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið verður plast. Hver er staðan og hvert stefnum við sem þjóð? Einn helsti sérfræðingur í málefnum plasts, Paul Rendle-Barnes, verður sérstakur gestur á ráðstefnunni en hann þekkir vel til þessara mála. Hann hefur mikla þekkingu á því hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi og hefur m.a. verið ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hvað erum við að gera við plastið og hvaða leiðir eru í boði? Stöndum við Íslendingar okkur vel þegar kemur að umhverfis- og úrgangsmálum. Er einhver nýsköpun í gangi? Er urðunarskattur góð hugmynd? Hvað er atvinnulífið að gera, hvað segja stjórnvöld og hvar liggja tækifærin? Þessum spurningum og miklu fleirum ætlum við að reyna að svara á ráðstefnu FENÚR þann 17. október milli kl.13.00 – 17.00 á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á [email protected]. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri FENÚR.
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar