Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. Það getur tekið mánuði að sögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Starfsmenn þess fóru í eftirlitsferð á staðinn í dag en þar hefur verið starfsemi síðan í sumar án starfsleyfis. Ágúst Óskar Sigurðsson heilbrigðisfulltrúi segir að ekkert hafi verið í gangi í dag og búið sé að aftengja fráveitu frá hjólhýsum sem var án leyfa.
Þetta mál sé afar óvenjulegt og greinilegt að eigendur fyrirtækisins hafi ekki áttað sig á íslensku lagaumhverfi. Áfram verði fylgst með málinu en sótt var um starfsleyfi þann 3. október.
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir
Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
