Formaður norsku Nóbelsnefndarinnar greindi frá ákvörðun nefnarinnar í morgun. Hinn 43 ára Ahmed Ali tók við embættinu í ársbyrjun 2018.
Friðarsamningur milli Eþíópíu og Eritreu var undirritaður á síðasta ári og batt þar með enda á margra ára hernaðarlega pattstöðu á landamærunum ríkjanna frá landamærastríðinu á árunum 1998 og 2000.
Ahmed Ali er sá hundraðasti í röðinni til að hljóta friðarverðlaunin. 219 einstaklingar og 85 samtök voru tilnefnd til verðlaunanna í ár.