Tilvistarkreppa þjóðríkisins Böðvar Jónsson og Eðvarð T. Jónsson skrifar 11. október 2019 09:45 Mesta umhverfisvá okkar tíma, fullkomið úrræðaleysi í alþjóðamálum, pólitískar kreppur og aðrar hörmungar af mannavöldum leiða hugann enn á ný að þeirri tilvistarkreppu sem steðjar að hinu frjálsa og fullvalda ríki sem skipulagsformi í samfélagi þjóðanna. Lengi hefur verið ljóst að þjóðir heims geta ekki einar og óstuddar, og jafnvel ekki fáeinar saman, tekist á við vandamál eins og umhverfisógnina sem steðjar að öllu mannkyni, mannréttindabrotin, hermdarverkin og alþjóðlegu glæpastarfsemina svo eitthvað sé nefnt. Hver eru þau öfl á alþjóðavettvangi sem geta komið því til leiðar að þjóðir heims standi við gerða samninga eða tryggi öryggi þegna sinna meðan alþjóðlegt umboð skortir til að koma lögum yfir þá sem brjóta slíka samninga eða skeyta engu um þá? Þeim pólitísku níðingsverkum virðast engin takmörk sett sem vinna má innan landamæra þjóðríkja og um allan heim með heimsbyggðina sem hjálparlausan áhorfanda. Óskorað fullveldi þjóðríkisins er hættuleg tímaskekkja. Upplausn og örvænting á alþjóðavettvangi mun aukast meðan ekki er reynt að reisa því skorður. Breski stjórnmálamaðurinn Denis Healy benti á þetta þegar hann kom hingað til lands fyrir mörgum árum en viðhorf hans var þó að þegar fram liðu stundir myndu tímar einingar, samvinnu og samruna blasa við þjóðum heims. Sagnfræðingurinn Arnold Toynbee, sem skrifaði um þessa þróun af mikilli skarpskyggni og nánast spámannlegu innsæi um miðbik síðustu aldar, gekk enn lengra og tengdi þessa þróun saman við einingarviðleitni innan trúarbragðanna. Í meginverki sínu „A Study of History“ fjallar Toynbee um ris og fall siðmenninga. Kenning Toynbees er sú að samfélög eða siðmenning sem ekki geta mætt þeim krefjandi siðferðilegu áskorunum sem að þeim steðja muni líða undir lok. Í rannsóknum sínum komst Toynbee að þeirri niðurstöðu að af þeim 26 siðmenningarheildum í öllum heimsálfum sem hann skoðaði hafi langflestar hrunið – ekki af völdum árása utan frá heldur vegna innri siðferðilegrar og andlegrar hnignunar. Að dómi Toynbees höfðu staðbundnar siðmenningar fyrirgert sögulegu hlutverki sínu nema sem grundvöllur æðri trúarbragða. Von hans var sú að trúarbrögð heims myndu sameinast og af þeim samruna rísi ný trúarbrögð mannkynsins sem leiði það til friðar og fársældar. Toynbee var þeirrar skoðunar að hugmyndir og aðferðir til að takast á við ögranir sem steðja að samfélagi eða siðmenningu komi frá skapandi minnihluta. Um þetta má segja að heimurinn hafi í dag kristaltært dæmi þar sem kornungur einstaklingur stígur fram til varnar öllu mannkyni gegn aðsteðjandi hættu og nær fordæmalausum árangri í að fylkja liði til stuðnings við mikilvægan málstað þrátt fyrir hæðnisorð úrræðalausra framámanna sem einskorða hugsun sína og athafnir við auðsöfnun og hagvöxt. Þótt heimurinn sé í raun orðinn ein samtengd heild eru þeir margir sem vilja halda í úreltar hugmyndir um óskorað fullveldi þjóðríkisins - ekki síst þeir valdamenn og leiðtogar sem þráfaldlegast vanrækja þær skyldur og misnota þau réttindi sem þeim eru fengin. Hugsandi mönnum hefur lengi verið þetta ljóst. Eftirmæli mannfjöldaráðstefnunnar í Búkarest 1974 voru þessi: „Sumar þjóðir vilja heldur tortímast sem frjáls og fullvalda ríki en fórna hinu minnsta í þágu heildarinnar." í frægri skýrslu Rómarklúbbsins segir að vandamál heimsbyggðarinnar sé aðeins hægt að leysa með samvinnu á alþjóðlegum grundvelli. Þetta felur í sér slíka breytingu á hefðbundnum viðhorfum að margir kveinka sér við tilhugsunina. Höfundar skýrslunnar, Mesarovic og Pestel, segja að leggja verði grundvöll að nýju heimsskipulagi „þar sem sérhver einstaklingur uppfyllir sitt hlutverk sem meðlimur alþjóðlegs samfélags". Þetta þýðir, að dómi þeirra félaga að mannfellir af völdum þurrka í Súdan myndi vekja sömu áhyggjur um alla heimsbyggðina og hungursneyð í Bæjaralandi myndi á okkur dögum vekja í Þýskalandi. Takist ekki að bræða saman heiminn í sameiginlegt hnattrænt hagsmunakerfi blasa við ennþá meiri átök, hatur og eyðilegging. Saman fer tvennt: hin sjálfstæða eining þjóðríkins og forræði „sterkra einstaklinga" og hagsmunahópa, sem hanga á hverfulu valdi eins og hundar á roði. Stærri ríkjasambönd krefjast meiri samvinnu og umfram allt samráðs, þar sem leiðarhósið er hagsmunir heildarinnar. Valið stendur á milli meira öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og raunverulegrar alþjóðahyggju. Með eðlisbreytingu þjóðríkisins hverfi flokka- og sérhagsmunapólitík með þeirri spillingu og skrumskælingu mannlegs samfélags sem henni fylgir. Fjöldi þjóða hefur viðurkennt þessa staðreynd, ef ekki í orði þá á borði. Hinar gömlu, stoltu og frjálshuga menningarþjóðir Evrópu hafa tekið upp samstarf sem ef að líkum lætur gæti leitt til sameinaðrar Evrópu sem lýtur yfirþjóðlegu dóms-, Iöggjafa- og framkvæmdavaldi í mikilvægum málaflokkum. Valið stendur annarsvegar á milli meiri öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og hinsvegar sameiningarviðleitni sem byggir á heilshugar viðurkenningu á sameiginlegum hagsmunum, einingu og bræðralagi allra manna. Kjarni þessa sjónarmiðs var settur fram á síðustu öld af Bahá'u'lláh, höfundi bahá'í trúarinnar, með eftirfarandi orðum: „Jörðin er eitt föðurland og íbúar þess mannkynið." Þessi orð eru ekki síst merkileg fyrir það að þau voru látin falla fyrir einni og hálfri öld, á gullöld þjóðríkisins. Bahá'u'lláh spáði á síðustu öld um sameiningu þjóða heimsins og trúarbragða þess. Það sem er merkilegast við þessa sýn er að litið er á alla mannlega viðleitni sem hluta af einu þroskaferli sem hefur aðeins eitt markmið: allsherjarbræðralag þjóða heims og einingu í fjölbreytileika hinnar mannlegu fjölskyldu. Þróunin hefur sýnt að þetta er ekki aðeins fróm óskhyggja eða draumórar. Lýðræði og þingræði hafa leyst einveldi og harðstjórn af hólmi - þjóðir heimsins byrjuðu að sameinast og renna saman í stærri einingar. Bahá'u'lláh sagði tæpri öld fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna, að sá tími mundi koma að þjóðir heims fórnuðu hluta af óskoruðu forræði sínu og færðu það í hendur alþjóðlegri stofnun til að tryggja sameiginlegt öryggi. Öll ríki heims ættu aðild að henni og hún færi fyrir þeirra hönd með alþjóðlegt framkvæmdavald sem m.a. fæli í sér að koma lögum yfir þá sem ógnuðu friði og öryggi alls mannkyns. Þessu ferli er hvergi nærri lokið. Lítil og ófullkomin þjóðabandalög eins og Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið gætu reynst upphafið á ferli sem leiðir til friðsamlegrar sameiningar allra þjóða heims. Spádómum Bahá'u'lláh um hnignun og fall konungsvelda, gjörbreytta stjórnarhætti, heimsstyrjaldir, mengun andrúmsloftsins, hnignun siðferðis og allsherjarumbrot sem í fyllingu tímans myndi fæða af sér nýja sameinaða veröld friðar og réttlætis hefur verið lítill gaumur gefinn til þessa. En það er full ástæða til að taka þá alvarlega því þeir eru allir að rætast fyrir augum okkar.Böðvar er lyfjafræðingur og Eðvarð fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mesta umhverfisvá okkar tíma, fullkomið úrræðaleysi í alþjóðamálum, pólitískar kreppur og aðrar hörmungar af mannavöldum leiða hugann enn á ný að þeirri tilvistarkreppu sem steðjar að hinu frjálsa og fullvalda ríki sem skipulagsformi í samfélagi þjóðanna. Lengi hefur verið ljóst að þjóðir heims geta ekki einar og óstuddar, og jafnvel ekki fáeinar saman, tekist á við vandamál eins og umhverfisógnina sem steðjar að öllu mannkyni, mannréttindabrotin, hermdarverkin og alþjóðlegu glæpastarfsemina svo eitthvað sé nefnt. Hver eru þau öfl á alþjóðavettvangi sem geta komið því til leiðar að þjóðir heims standi við gerða samninga eða tryggi öryggi þegna sinna meðan alþjóðlegt umboð skortir til að koma lögum yfir þá sem brjóta slíka samninga eða skeyta engu um þá? Þeim pólitísku níðingsverkum virðast engin takmörk sett sem vinna má innan landamæra þjóðríkja og um allan heim með heimsbyggðina sem hjálparlausan áhorfanda. Óskorað fullveldi þjóðríkisins er hættuleg tímaskekkja. Upplausn og örvænting á alþjóðavettvangi mun aukast meðan ekki er reynt að reisa því skorður. Breski stjórnmálamaðurinn Denis Healy benti á þetta þegar hann kom hingað til lands fyrir mörgum árum en viðhorf hans var þó að þegar fram liðu stundir myndu tímar einingar, samvinnu og samruna blasa við þjóðum heims. Sagnfræðingurinn Arnold Toynbee, sem skrifaði um þessa þróun af mikilli skarpskyggni og nánast spámannlegu innsæi um miðbik síðustu aldar, gekk enn lengra og tengdi þessa þróun saman við einingarviðleitni innan trúarbragðanna. Í meginverki sínu „A Study of History“ fjallar Toynbee um ris og fall siðmenninga. Kenning Toynbees er sú að samfélög eða siðmenning sem ekki geta mætt þeim krefjandi siðferðilegu áskorunum sem að þeim steðja muni líða undir lok. Í rannsóknum sínum komst Toynbee að þeirri niðurstöðu að af þeim 26 siðmenningarheildum í öllum heimsálfum sem hann skoðaði hafi langflestar hrunið – ekki af völdum árása utan frá heldur vegna innri siðferðilegrar og andlegrar hnignunar. Að dómi Toynbees höfðu staðbundnar siðmenningar fyrirgert sögulegu hlutverki sínu nema sem grundvöllur æðri trúarbragða. Von hans var sú að trúarbrögð heims myndu sameinast og af þeim samruna rísi ný trúarbrögð mannkynsins sem leiði það til friðar og fársældar. Toynbee var þeirrar skoðunar að hugmyndir og aðferðir til að takast á við ögranir sem steðja að samfélagi eða siðmenningu komi frá skapandi minnihluta. Um þetta má segja að heimurinn hafi í dag kristaltært dæmi þar sem kornungur einstaklingur stígur fram til varnar öllu mannkyni gegn aðsteðjandi hættu og nær fordæmalausum árangri í að fylkja liði til stuðnings við mikilvægan málstað þrátt fyrir hæðnisorð úrræðalausra framámanna sem einskorða hugsun sína og athafnir við auðsöfnun og hagvöxt. Þótt heimurinn sé í raun orðinn ein samtengd heild eru þeir margir sem vilja halda í úreltar hugmyndir um óskorað fullveldi þjóðríkisins - ekki síst þeir valdamenn og leiðtogar sem þráfaldlegast vanrækja þær skyldur og misnota þau réttindi sem þeim eru fengin. Hugsandi mönnum hefur lengi verið þetta ljóst. Eftirmæli mannfjöldaráðstefnunnar í Búkarest 1974 voru þessi: „Sumar þjóðir vilja heldur tortímast sem frjáls og fullvalda ríki en fórna hinu minnsta í þágu heildarinnar." í frægri skýrslu Rómarklúbbsins segir að vandamál heimsbyggðarinnar sé aðeins hægt að leysa með samvinnu á alþjóðlegum grundvelli. Þetta felur í sér slíka breytingu á hefðbundnum viðhorfum að margir kveinka sér við tilhugsunina. Höfundar skýrslunnar, Mesarovic og Pestel, segja að leggja verði grundvöll að nýju heimsskipulagi „þar sem sérhver einstaklingur uppfyllir sitt hlutverk sem meðlimur alþjóðlegs samfélags". Þetta þýðir, að dómi þeirra félaga að mannfellir af völdum þurrka í Súdan myndi vekja sömu áhyggjur um alla heimsbyggðina og hungursneyð í Bæjaralandi myndi á okkur dögum vekja í Þýskalandi. Takist ekki að bræða saman heiminn í sameiginlegt hnattrænt hagsmunakerfi blasa við ennþá meiri átök, hatur og eyðilegging. Saman fer tvennt: hin sjálfstæða eining þjóðríkins og forræði „sterkra einstaklinga" og hagsmunahópa, sem hanga á hverfulu valdi eins og hundar á roði. Stærri ríkjasambönd krefjast meiri samvinnu og umfram allt samráðs, þar sem leiðarhósið er hagsmunir heildarinnar. Valið stendur á milli meira öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og raunverulegrar alþjóðahyggju. Með eðlisbreytingu þjóðríkisins hverfi flokka- og sérhagsmunapólitík með þeirri spillingu og skrumskælingu mannlegs samfélags sem henni fylgir. Fjöldi þjóða hefur viðurkennt þessa staðreynd, ef ekki í orði þá á borði. Hinar gömlu, stoltu og frjálshuga menningarþjóðir Evrópu hafa tekið upp samstarf sem ef að líkum lætur gæti leitt til sameinaðrar Evrópu sem lýtur yfirþjóðlegu dóms-, Iöggjafa- og framkvæmdavaldi í mikilvægum málaflokkum. Valið stendur annarsvegar á milli meiri öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og hinsvegar sameiningarviðleitni sem byggir á heilshugar viðurkenningu á sameiginlegum hagsmunum, einingu og bræðralagi allra manna. Kjarni þessa sjónarmiðs var settur fram á síðustu öld af Bahá'u'lláh, höfundi bahá'í trúarinnar, með eftirfarandi orðum: „Jörðin er eitt föðurland og íbúar þess mannkynið." Þessi orð eru ekki síst merkileg fyrir það að þau voru látin falla fyrir einni og hálfri öld, á gullöld þjóðríkisins. Bahá'u'lláh spáði á síðustu öld um sameiningu þjóða heimsins og trúarbragða þess. Það sem er merkilegast við þessa sýn er að litið er á alla mannlega viðleitni sem hluta af einu þroskaferli sem hefur aðeins eitt markmið: allsherjarbræðralag þjóða heims og einingu í fjölbreytileika hinnar mannlegu fjölskyldu. Þróunin hefur sýnt að þetta er ekki aðeins fróm óskhyggja eða draumórar. Lýðræði og þingræði hafa leyst einveldi og harðstjórn af hólmi - þjóðir heimsins byrjuðu að sameinast og renna saman í stærri einingar. Bahá'u'lláh sagði tæpri öld fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna, að sá tími mundi koma að þjóðir heims fórnuðu hluta af óskoruðu forræði sínu og færðu það í hendur alþjóðlegri stofnun til að tryggja sameiginlegt öryggi. Öll ríki heims ættu aðild að henni og hún færi fyrir þeirra hönd með alþjóðlegt framkvæmdavald sem m.a. fæli í sér að koma lögum yfir þá sem ógnuðu friði og öryggi alls mannkyns. Þessu ferli er hvergi nærri lokið. Lítil og ófullkomin þjóðabandalög eins og Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið gætu reynst upphafið á ferli sem leiðir til friðsamlegrar sameiningar allra þjóða heims. Spádómum Bahá'u'lláh um hnignun og fall konungsvelda, gjörbreytta stjórnarhætti, heimsstyrjaldir, mengun andrúmsloftsins, hnignun siðferðis og allsherjarumbrot sem í fyllingu tímans myndi fæða af sér nýja sameinaða veröld friðar og réttlætis hefur verið lítill gaumur gefinn til þessa. En það er full ástæða til að taka þá alvarlega því þeir eru allir að rætast fyrir augum okkar.Böðvar er lyfjafræðingur og Eðvarð fyrrverandi fréttamaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun