
Mannréttindi manna sem ekki standa skil á sköttum
Af gefnu tilefni er rétt að koma á framfæri ákveðnum grundvallaratriðum sem hafa ekki fengið mikið rými í umræðunni. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur aldrei slegið því föstu að kerfi á borð við það sem hér er við lýði standist ekki fyrrgreindan viðauka við mannréttindasáttmálann. Dómstóllinn hefur þvert á móti tekið fram að í mörgum Evrópuríkjum sé að finna tvö ólík viðurlagakerfi vegna sömu brota og þá sérstaklega á sviði skattamála. Þá hefur dómstóllinn tekið fram að almennt verði að játa ríkjum svigrúm til þess að bregðast við refsiverðri háttsemi með tveimur málsmeðferðum sem stefni að ólíkum markmiðum. Hefur dómstóllinn raunar sagt að umræddur viðauki megi ekki girða fyrir að aðildarríkin hagi málsmeðferð sinni á sviði skattamála þannig að stjórnvöld geti fyrst lagt á álag vegna ógreiddra skatta og að síðar fari fram rannsókn og eftir atvikum ákæra vegna þess hluta málsins sem lýtur að alvarlegri og refsiverðum brotum. Dómstóllinn hefur hins vegar sagt að viðaukinn geri kröfu um að slíkar tvær málsmeðferðir fullnægi vissum skilyrðum, m.a. um samþættingu mála í efni og tíma, öflun gagna og fyrirsjáanleika fyrir sakborning. Þar ræður úrslitum hvort einstaklingur hefur þurft að sæta mikilli óvissu og töfum vegna hinna ólíku málsmeðferða og hvort honum hefur mátt vera ljóst að tvær meðferðir væru í gangi vegna sömu háttsemi. Meta þarf hvert og eitt tilvik fyrir sig og því ómögulegt að fullyrða í eitt skipti fyrir öll að gildandi fyrirkomulag hér á landi standist ekki skoðun.
Það er sjálfsagt að ræða þessi mál og auðvitað á að tryggja í hvívetna mannréttindi þeirra sem sökum eru bornir fyrir brot á skattalögum. Það felur í sér mannréttindabrot að draga menn fyrir dóm á grundvelli ætlaðra skattalagabrota eftir að þeir hafa mátt þola álag hjá skattyfirvöldum án þess að gætt sé að þeim réttindum sem leiða af ákvæðum mannréttindasáttmálans. Umræðan verður þó að ná yfir alla fleti málsins, en ekki bara þá sem hljóma best eða verst. Hróp og köll um að mannréttindi einstaklinga hafi verið fótum troðin af stjórnvöldum, löggjafanum eða dómstólum með kerfi sem ekki stenst skoðun, án þess að haldið sé til haga lykilatriðum í því sambandi, verða mannréttindum og réttarríkinu seint til framdráttar.
Í umræðunni hefur því m.a. verið lýst að íslenska ríkið hafi „fallið á prófinu“ og „enn og aftur fengið á baukinn“. Er því rétt að nefna að íslenska ríkið hefur eins og önnur aðildarríki mannréttindasáttmála Evrópu staðið frammi fyrir þeirri stöðu að áðurnefndur samningsviðauki hefur þróast mikið og hratt í meðförum Mannréttindadómstólsins síðustu árin. Dómar dómstólsins á þessu sviði síðustu 10-15 árin verða þannig seint taldir mjög skýrir og fyrirsjáanlegir, þó svo að hlutirnir hafi vissulega verið að skýrast á allra síðustu árum. Í dómi frá árinu 2016 sagði dómstóllinn raunar sjálfur að nauðsynlegt væri að skýra í eitt skipti fyrir öll þær línur sem lagðar hefðu verið að þessu leyti. Ætluð ítrekuð mannréttindabrot íslenska ríkisins, og þar með þeirra starfsmanna sem koma fram fyrir hönd ríkisins, verður að skoða í þessu ljósi.
Höfundur er lektor við lagadeild HR.
Tengdar fréttir

Allir tapa
Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar