Farið milli skauta og heima Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 29. október 2019 07:00 Gerður Kristný bregst ekki í nýrri ljóðabók. Fréttablaðið/Eyþór Heimskaut Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning/Forlagið Blaðsíður: 77 Segja má að í þessari í nýjustu ljóðabók Gerðar Kristnýjar, sem nefnist Heimskaut, sé bæði farið milli skauta og heima því að efnistökin einskorðast hvorki við nútíð né fortíð, nánd eða firrð. Hvítur litur og hrímguð vetrarstemning svífa yfir þessum ljóðum. Það gnestur í ísbreiðunni þar sem hún mylur skipið í spón en mennirnir halda för sinni áfram eftir hjarninu, knúðir af lífsvon, á vit óvissunnar. Harðneskjuleg en um leið afar skýr mynd af manneskjunni í varnarleysi sínu og vanmætti frammi fyrir höfuðskepnum. Eins og stundum áður, til dæmis í Sálumessu sem kom út í fyrra, eru veturinn, myrkrið og lífslokin hugstæð þrenning í ljóðum Gerðar. Í sumum finnum við yfirvofandi ógn sem erfitt er að henda reiður á en birtist með ýmsum hætti: Grýla á ferð að nóttu, þytur í lofti af blóðugu spjóti eða skuggi á glugga:Snjórinn siturí eggjum fjallsinshrímaðar rúðurhjá hrumum bjargbúaSkugga berfyrir glugga (14) Gerður Kristný (f. 1970) hefur fyrir löngu haslað sér völl sem eitt af okkar bestu ljóðskáldum. Ljóð hennar eru afar hnitmiðuð og myndræn, oft hárbeitt. Í þessari bók sjáum við nýgervingar á borð við „hvítamyrkur“, „mjúkviðri“ og „hrímsvertu“ sem undirstrika ýmsar frumlegar ljóðmyndir. Oft er einfaldlega um að ræða myndir eða stemningar sem staðið geta einar og sér og vísa ekki út fyrir sig (Norður á Ströndum, Gamlársdagur, Svart). Sumar hverjar undur fallegar:Snjóflugursvífa um loftiðsetjast á rúðufrjóvga frostrósir. (20)Aðrar fela í sér dýpri skírskotun, gjarnan til fornsagna eða goðafræði, þar sem nútíðin speglast í fortíðinni. Er þetta einkar vel gert til dæmis í ljóðinu Völuspá þar sem flóttamannastraumurinn til Vesturlanda er hin „ókunna hjörð“, sem riðið hefur „Helveg“ á flótta sínum um sviðnar sveitir, og biður nú um að borgarhliðum sé lokið upp, en ...Aldagamall óttifer um með hvæsiLófar okkarlæsast um axir og sverð (31) Ljóðið Þökk er einnig vísun til goðfræðilegrar fyrirmyndar, frásagnarinnar um það þegar ekki tókst að gráta guðinn Baldur („vininn blíða“) úr Helju því að Loki brá sér í líki Þakkar tröllkonu sem grét þurrum tárum. Ljóðið er snilldarleg smíð sem lesandanum verður þó ekki ljós nema fyrir liggi þekking á sagnaminninu sem liggur að baki. Hér, líkt og í fleiri ljóðum Gerðar Kristnýjar fram til þessa, er þó viss hætta á því að upplifun lesandans fari fyrir ofan garð og neðan þegar djúpt er seilst ofan í sagnaarfinn. Slík efnistök geta hæglega orðið að torskildu eintali ljóðmælanda ofan af hátindi þeirra gullaldarbókmennta sem hann þekkir. Er þá hætt við að að sambandið við lesandann rofni, þó að vissulega skapi slík efnistök hugblæ og hugrenningatengsl við sögulegar rætur. Er svo um fleiri ljóð þessarar bókar, að skírskotun þeirra liggur ekki alltaf ljós fyrir. Þetta atriði verður þó seint talið bókinni til vansa enda er ljóðagerð Gerðar Kristnýjar við brugðið, svo myndræn og meitluð sem hún jafnan er. Niðurstaða: Gerður Kristný bregst ekki aðdáendum sínum í þessari bók. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Heimskaut Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning/Forlagið Blaðsíður: 77 Segja má að í þessari í nýjustu ljóðabók Gerðar Kristnýjar, sem nefnist Heimskaut, sé bæði farið milli skauta og heima því að efnistökin einskorðast hvorki við nútíð né fortíð, nánd eða firrð. Hvítur litur og hrímguð vetrarstemning svífa yfir þessum ljóðum. Það gnestur í ísbreiðunni þar sem hún mylur skipið í spón en mennirnir halda för sinni áfram eftir hjarninu, knúðir af lífsvon, á vit óvissunnar. Harðneskjuleg en um leið afar skýr mynd af manneskjunni í varnarleysi sínu og vanmætti frammi fyrir höfuðskepnum. Eins og stundum áður, til dæmis í Sálumessu sem kom út í fyrra, eru veturinn, myrkrið og lífslokin hugstæð þrenning í ljóðum Gerðar. Í sumum finnum við yfirvofandi ógn sem erfitt er að henda reiður á en birtist með ýmsum hætti: Grýla á ferð að nóttu, þytur í lofti af blóðugu spjóti eða skuggi á glugga:Snjórinn siturí eggjum fjallsinshrímaðar rúðurhjá hrumum bjargbúaSkugga berfyrir glugga (14) Gerður Kristný (f. 1970) hefur fyrir löngu haslað sér völl sem eitt af okkar bestu ljóðskáldum. Ljóð hennar eru afar hnitmiðuð og myndræn, oft hárbeitt. Í þessari bók sjáum við nýgervingar á borð við „hvítamyrkur“, „mjúkviðri“ og „hrímsvertu“ sem undirstrika ýmsar frumlegar ljóðmyndir. Oft er einfaldlega um að ræða myndir eða stemningar sem staðið geta einar og sér og vísa ekki út fyrir sig (Norður á Ströndum, Gamlársdagur, Svart). Sumar hverjar undur fallegar:Snjóflugursvífa um loftiðsetjast á rúðufrjóvga frostrósir. (20)Aðrar fela í sér dýpri skírskotun, gjarnan til fornsagna eða goðafræði, þar sem nútíðin speglast í fortíðinni. Er þetta einkar vel gert til dæmis í ljóðinu Völuspá þar sem flóttamannastraumurinn til Vesturlanda er hin „ókunna hjörð“, sem riðið hefur „Helveg“ á flótta sínum um sviðnar sveitir, og biður nú um að borgarhliðum sé lokið upp, en ...Aldagamall óttifer um með hvæsiLófar okkarlæsast um axir og sverð (31) Ljóðið Þökk er einnig vísun til goðfræðilegrar fyrirmyndar, frásagnarinnar um það þegar ekki tókst að gráta guðinn Baldur („vininn blíða“) úr Helju því að Loki brá sér í líki Þakkar tröllkonu sem grét þurrum tárum. Ljóðið er snilldarleg smíð sem lesandanum verður þó ekki ljós nema fyrir liggi þekking á sagnaminninu sem liggur að baki. Hér, líkt og í fleiri ljóðum Gerðar Kristnýjar fram til þessa, er þó viss hætta á því að upplifun lesandans fari fyrir ofan garð og neðan þegar djúpt er seilst ofan í sagnaarfinn. Slík efnistök geta hæglega orðið að torskildu eintali ljóðmælanda ofan af hátindi þeirra gullaldarbókmennta sem hann þekkir. Er þá hætt við að að sambandið við lesandann rofni, þó að vissulega skapi slík efnistök hugblæ og hugrenningatengsl við sögulegar rætur. Er svo um fleiri ljóð þessarar bókar, að skírskotun þeirra liggur ekki alltaf ljós fyrir. Þetta atriði verður þó seint talið bókinni til vansa enda er ljóðagerð Gerðar Kristnýjar við brugðið, svo myndræn og meitluð sem hún jafnan er. Niðurstaða: Gerður Kristný bregst ekki aðdáendum sínum í þessari bók.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira