Loo segist hafa farið að öllum reglum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2019 20:30 Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 í Rangárþingi ytra fyrir malasíska fjárfesta segir að hjólhýsi sem höfðu verið tengd við fráveitu í óleyfi á svæðinu hafi verið fjarlægð. „Það voru gildrur og svo gátum við fjarlægt úrganginn. Þetta var ný leið til þess að hreinsa þessa kassa sem söfnuðu í sig. Nú erum við aftur farin að gera þetta á hefðbundin hátt,“ segir Loo.Loo með starfsleyfið.Fyrirtækið hefur leigt út hjólhýsi á svæðinu síðan í maí og er að reisa heilsárstjöld eða byggingar á jörðunum Leyni 2 og þrjú. Framkvæmdastjórinn segist hafa öll leyfi fyrir starfseminni og bendir á leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. „Hér stendur að við megum leggja hjólhýsum þarna,“ segir Loo og sýnir fréttamanni starfsleyfi.Og leigja hjólhýsi út? „Já.“ Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skrifar undir starfsleyfið. Hún sagði í samtali við fréttastofu að leyfið væri aðeins fyrir hefðbundnu tjaldstæði en væri ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Loo hefði verið gert það ljóst fyrir tíu dögum. Hann segist vera í góðri trú og sé með marga ráðgjafa eins og lögfræðistofuna Lex, Price Waterhous Coopers og verkfræðisstofuna Eflu sér til liðsinnis.Telurðu þig hafa fylgt öllum reglum hérna á Íslandi? „Já.“ Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í dag. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village sem rekur ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 í Rangárþingi ytra fyrir malasíska fjárfesta segir að hjólhýsi sem höfðu verið tengd við fráveitu í óleyfi á svæðinu hafi verið fjarlægð. „Það voru gildrur og svo gátum við fjarlægt úrganginn. Þetta var ný leið til þess að hreinsa þessa kassa sem söfnuðu í sig. Nú erum við aftur farin að gera þetta á hefðbundin hátt,“ segir Loo.Loo með starfsleyfið.Fyrirtækið hefur leigt út hjólhýsi á svæðinu síðan í maí og er að reisa heilsárstjöld eða byggingar á jörðunum Leyni 2 og þrjú. Framkvæmdastjórinn segist hafa öll leyfi fyrir starfseminni og bendir á leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. „Hér stendur að við megum leggja hjólhýsum þarna,“ segir Loo og sýnir fréttamanni starfsleyfi.Og leigja hjólhýsi út? „Já.“ Sigrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands skrifar undir starfsleyfið. Hún sagði í samtali við fréttastofu að leyfið væri aðeins fyrir hefðbundnu tjaldstæði en væri ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Loo hefði verið gert það ljóst fyrir tíu dögum. Hann segist vera í góðri trú og sé með marga ráðgjafa eins og lögfræðistofuna Lex, Price Waterhous Coopers og verkfræðisstofuna Eflu sér til liðsinnis.Telurðu þig hafa fylgt öllum reglum hérna á Íslandi? „Já.“ Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í dag.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15