Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2019 18:30 Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir. Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir.
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00