Vaktavinna er álagsþáttur Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 24. október 2019 15:15 Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. Viðfangsefni sjúkraliða eru mjög gefandi og fjölbreytt, en þau geta reynt á og verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft erfiðar og álagið meira en gott þykir. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni, en launakjörin eru óviðunandi. Tæplega 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að veikindatíðni sjúkraliða á Landspítalanum árið 2018 reyndist um 11% eða 29 vinnudagar á ári. Til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6% og veikindatíðni vaktavinnustarfsmanna í áliðna er undir 3,8%, enda hafa þeir mun minni vinnuskyldu. Það er meðal annars vegna alls þessa sem stytta þarf vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku þeirra sem eru í dagvinnu. Sjúkraliðar þekkja afleiðingar af löngum vinnutíma, krefjandi vaktavinnu, miklu vinnuálagi og skertri hvíld, sem geta verið óafturkræfar og haft slæm áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að sjúkraliðum og öðrum sé gert kleift að vinna fullt starf, án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og skertu fjölskyldulífi.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. Viðfangsefni sjúkraliða eru mjög gefandi og fjölbreytt, en þau geta reynt á og verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft erfiðar og álagið meira en gott þykir. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni, en launakjörin eru óviðunandi. Tæplega 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að veikindatíðni sjúkraliða á Landspítalanum árið 2018 reyndist um 11% eða 29 vinnudagar á ári. Til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6% og veikindatíðni vaktavinnustarfsmanna í áliðna er undir 3,8%, enda hafa þeir mun minni vinnuskyldu. Það er meðal annars vegna alls þessa sem stytta þarf vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku þeirra sem eru í dagvinnu. Sjúkraliðar þekkja afleiðingar af löngum vinnutíma, krefjandi vaktavinnu, miklu vinnuálagi og skertri hvíld, sem geta verið óafturkræfar og haft slæm áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að sjúkraliðum og öðrum sé gert kleift að vinna fullt starf, án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og skertu fjölskyldulífi.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Greinin hefur verið uppfærð.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun