Stjórn SÍBS tekur vel í hugmyndir Herdísar um aðskilnað frá Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 22:11 Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS. Vísir Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð. Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52