
Láttu ekki hirða af þér Ljósleiðarann
Fólk hefur fengið sölusímtöl þar sem því er boðið að fá annað tengibox ljósleiðara í stað þess sem við settum upphaflega upp. Á nokkrum stöðum hefur þetta verið gert þannig að ljósleiðaraþráðurinn sem við lögðum hefur verið rifinn í sundur, jafnvel þótt við höfum lagt annan þráð fyrir væntanlega samkeppni. Auðvitað má þetta ekki.
Við kærðum og Póst- og fjarskiptastofnun var okkur sammála. Þú setur ekki upp tengingu með því að skemma þá sem fyrir er og takmarkar þannig val neytenda. Það er enginn vafi að ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur ef lt samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þess vegna er það alvarlegt þegar fyrirtæki veldur raunverulegu tjóni með þessum hætti.
Samkeppni í fjarskiptaþjónustu birtist ekki síst í tækifærum fólks til að skipta um fjarskiptafyrirtæki og þjónustu án þess að kalla þurfi til tæknimann með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Þannig var það á síðustu öld og á ekki að vera þannig lengur. Gagnaveita Reykjavíkur hefur af krafti og metnaði tengt nánast hvert einasta heimili innan þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu Ljósleiðaranum og með opnu neti boðið aukna valkosti fyrir viðskiptavini.
Hjálpaðu okkur nú að stuðla að heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Fáir þú boð um að fjarlægja búnað Ljósleiðarans skaltu ekki þiggja það. Hann getur alveg staðið áfram þótt þú skiptir um þjónustufyrirtæki. Ef verið er að setja upp annað tengibox, farðu fram á að hitt verði ekki rifið niður. Þú átt að geta skipt um fjarskiptafyrirtæki á einfaldan og snöggan hátt, án þess að kalla þurfi til tæknimann í hvert skipti. Frímánuður getur verið dýr.
Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur Ljósleiðarann.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar