Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2019 20:30 Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30