Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2019 13:33 Dansarar á toppi Peak-fjalls í Hong Kong. Mynd/Hlynur Páll Fimmtán manna hópur frá Íslenska dansflokknum er nú staddur í Hong Kong þar sem hann mun sýna verkið Pottþétt myrkur á listahátíð þar í borg. Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað. „Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni. Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.Út sýningunni Pottþétt myrkur.Íslenski dansflokkurinnPottþétt myrkur er samið af Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni við frumsamda tónlist Sigur Rósar. Verkið verður sýnt á listahátíðinni World Culture’s Festival í Hong Kong og fara sýningar fram dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi í Sheung Wan Civic Centre Theatre. Hátíðin fer fram á tveggja ára fresti og er þemað í ár Norðurlöndin og norrænir listamenn.Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans. Dans Hong Kong Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Fimmtán manna hópur frá Íslenska dansflokknum er nú staddur í Hong Kong þar sem hann mun sýna verkið Pottþétt myrkur á listahátíð þar í borg. Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. Í tilkynningu frá flokknum segir að ferðalagið til Hong Kong hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Um tíma hafi litið út fyrir að sumir myndu ekki komast til Hong Kong, meðal annars vegna vegabréfsvandræða. Þá hafi tvær ferðatöskur týnst á leiðinni, en á endanum hafi þó fólk og allur farangur skilað sér á áfangastað. „Andrúmsloftið í borginni er áþreifanlega spennuþrungið í skugga mótmælanna sem staðið hafa yfir frá því í sumar, en íbúar ræða engu að síður opinskátt og hispurslaust um ástandið við íslenska hópinn,“ segir í tilkynningunni. Mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong síðustu fjóra mánuði, en þau blossuðu upp eftir að stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu kynntu sérstakt framsalsfumvarp sem hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Maká.Út sýningunni Pottþétt myrkur.Íslenski dansflokkurinnPottþétt myrkur er samið af Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannssyni við frumsamda tónlist Sigur Rósar. Verkið verður sýnt á listahátíðinni World Culture’s Festival í Hong Kong og fara sýningar fram dagana 2. og 3. nóvember næstkomandi í Sheung Wan Civic Centre Theatre. Hátíðin fer fram á tveggja ára fresti og er þemað í ár Norðurlöndin og norrænir listamenn.Pottþétt myrkur var frumsýnt fyrir tæpu ári á Nýja sviði Borgarleikhússins. Verkið er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans.
Dans Hong Kong Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira