Örvæntingarfullir foreldrar í dauðaleit að graskerum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 00:37 Það er listgrein að skera út grasker. Guðmundur Thor Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan. Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan.
Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira