Nemendafjöldi hefur margfaldast í sérskóla í Kópavogi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 21:30 Steinunn Hafsteinsdóttir er ein stofnenda skólans.vísir/egill Í Kópavogi er grunnskólinn Arnarskóli starfræktur. Þetta er sjálfstætt starfandi sjálfseignarstofnun sem hóf starfsemi fyrir tveimur árum með tvo nemendur og nú eru komnir nítján nemendur og 36 starfsmenn. „Við erum með nemendur með þroskafrávik, einhverfu og alls kyns heilkenni. Þetta eru börn sem þurfa meiri stuðning í námi heldur en gengur og gerist,“ segir Steinunn Hafsteinsdóttir, fagstjóri og einn stofnenda skólans. Hún segir börnin koma alls staðar að, úr almenna skólakerfinu, sérskólum og sérdeildum. „Við veitum þjónustu allt árið, líka í sumar- og jólafríum ef það hentar fjölskyldunum,“ segir hún og þannig geta nemendur Arnarskóla í rútínu allt árið ef það hentar þeim. Stofnendur skólans unnu öll sem ráðgjafar í almennt skólakerfinu. „Og við sáum að það vantaði sérstaklega úrræði á sumrin. Það gekk kannski vel yfir veturinn með barnið en svo slitnaði upp úr á sumrin. Foreldrar lentu líka oft í vandræðum vegna vinnu og annað.“ Mikil fjölgun nemenda síðustu tvö ár sýnir að það hafi verið þörf á slíkum skóla. Flestir nemendur sem hafa sótt um hafa fengið pláss en sveitarfélögin greiða öll gjöld nemendaþ „Svo höfum við líka samþykkt nemendur en sveitarfélögin hafa ekki samþykkt að greiða með þeim.“ Dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi ekki samþykkt umsóknir og í skriflegu svari er útskýrt að það sé alltaf mat hverju sinni hvaða úrræði henti börnum. Hugmyndafræðin menntun án aðgreiningar sé höfð að leiðarljósi en sérdeildir innan almenna kerfisins þyki stundum henta best eða Klettaskóli. Einnig hafi umsóknum verið hafnað ef þær koma of seint þar sem búið sé að gera ráð fyrir börnunum í sérdeildum og ráðningar í skólakerfinu eftir því. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Sjá meira
Steinunn Hafsteinsdóttir er ein stofnenda skólans.vísir/egill Í Kópavogi er grunnskólinn Arnarskóli starfræktur. Þetta er sjálfstætt starfandi sjálfseignarstofnun sem hóf starfsemi fyrir tveimur árum með tvo nemendur og nú eru komnir nítján nemendur og 36 starfsmenn. „Við erum með nemendur með þroskafrávik, einhverfu og alls kyns heilkenni. Þetta eru börn sem þurfa meiri stuðning í námi heldur en gengur og gerist,“ segir Steinunn Hafsteinsdóttir, fagstjóri og einn stofnenda skólans. Hún segir börnin koma alls staðar að, úr almenna skólakerfinu, sérskólum og sérdeildum. „Við veitum þjónustu allt árið, líka í sumar- og jólafríum ef það hentar fjölskyldunum,“ segir hún og þannig geta nemendur Arnarskóla í rútínu allt árið ef það hentar þeim. Stofnendur skólans unnu öll sem ráðgjafar í almennt skólakerfinu. „Og við sáum að það vantaði sérstaklega úrræði á sumrin. Það gekk kannski vel yfir veturinn með barnið en svo slitnaði upp úr á sumrin. Foreldrar lentu líka oft í vandræðum vegna vinnu og annað.“ Mikil fjölgun nemenda síðustu tvö ár sýnir að það hafi verið þörf á slíkum skóla. Flestir nemendur sem hafa sótt um hafa fengið pláss en sveitarfélögin greiða öll gjöld nemendaþ „Svo höfum við líka samþykkt nemendur en sveitarfélögin hafa ekki samþykkt að greiða með þeim.“ Dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi ekki samþykkt umsóknir og í skriflegu svari er útskýrt að það sé alltaf mat hverju sinni hvaða úrræði henti börnum. Hugmyndafræðin menntun án aðgreiningar sé höfð að leiðarljósi en sérdeildir innan almenna kerfisins þyki stundum henta best eða Klettaskóli. Einnig hafi umsóknum verið hafnað ef þær koma of seint þar sem búið sé að gera ráð fyrir börnunum í sérdeildum og ráðningar í skólakerfinu eftir því.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Sjá meira