Þegar stjórnendur bregðast Hjálmar Jónsson skrifar 9. nóvember 2019 13:17 Ég hef verið mjög hugsi yfir fyrsta verkfalli blaðamanna í bráðum 42 ár og hversu illa tókst til með framkvæmdina þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir á þeim ágæta vinnustað Morgunblaðinu. Ég undanskil Ríkisútvarpið að svo komnu og trúi því, þar til annað kemur í ljós, að það hafi verið mistök sem rekja megi til ókunnugleika, að verktaki þar var látinn ganga í störf fastra starfsmanna meðan á verkfallinu stóð. Ég er sérstaklega hugsi yfir þeirri fyrirlitningu gagnvart aðgerðum undirmanna þeirra, sem byggja á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta farið í verkfall, sem skín í gegnum þær aðgerðir sem stjórnendur Árvakurs beittu sé fyrir til þess að brjóta niður löglega boðaða vinnustöðvun, og hversu óskiljanlegt það er að tefla samstarfsfólki gegn hvert öðru með þeim hætti sem gert var. Þar var sannarlega fórnað meiri hagsmunum fyrir minni og sannar endanlega, að mínu viti, að þeir stjórnendur sem stjórn og eigendur fyrirtækisins hafa valið til þessa ábyrgðarfulla starfs eru engan vegin starfi sínu vaxnir, því miður. Orðstýr fjölmiðlafyrirtækis er verðmætasta eign þess og í þann aldarfjórðung sem ég vann á Morgunblaðinu kom aldrei til greina að afsláttur væri gefinn í þeim efnum. Ég er afskaplega stoltur af þessum tíma mínum á Morgunblaðinu og tel að framlag þess til íslenskrar menningar, fréttaumfjöllunar og umræðuhefðar sé ómetanlegt, enda kom blaðið út í yfir 50 þúsund eintökum og var þar af leiðandi daglegur gestur á langflestum heimilum í landinu. Morgunblaðið er sem betur fer enn frábært blað og mbl.is frábær fréttavefur, enda sama fagfólkið sem vinnur þar, margt hvert, sem vann þar þegar ég var þar innan dyra. Yfirlýsing um 20 blaðamanna á mbl.is segir allt sem segja þarf um þessa ömurlegu uppákomu. Það er ekki skrýtið að venjulegu rétthugsandi fólki sé misboðið þegar gengið er í störf þess þegar það er í löglega boðaðri vinnustöðvun, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja það innræti sem liggur svona aðgerðum og framkomu í garð samstarfsmanna til grundvallar. Það er mér einfaldlega óskiljanlegt. Ekki síst í ljósi þess að ég hef að minnsta kosti í þrígang í aðdraganda verkfalls skrifað þessu fólki og óskað eftir að við færum yfir hugsanleg ágreiningsefni um framkvæmd verkfallsins, þannig að það gæti farið fram með sóma. Engin svör frá Árvakri og RÚV. Hjá Fréttablaðinu og Sýn var framkvæmdin til fyrirmyndar. Það hefur hins vegar augljóslega verið erfitt að horfa upp á mbl.is í loftinu vegna verkfallsbrota á sama tíma og visir.is og frettabladid.is voru það ekki. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort eigendur þessara ágætu fyrirtækja, sem virtu boðaða vinnustöðvun starfsmanna sinna, og Ríkisútvarpsins, sem er í eigu almennings, geti hugsað sér að vera í kompaníi með verkfallsbrjótum? Ef þessi fyrirtæki ætla að halda samstarfi sínu við Árvakur áfram, þurfa þau þá ekki að samræma afstöðu sína til framkvæmdar vinnustöðvana?! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Ég hef verið mjög hugsi yfir fyrsta verkfalli blaðamanna í bráðum 42 ár og hversu illa tókst til með framkvæmdina þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir á þeim ágæta vinnustað Morgunblaðinu. Ég undanskil Ríkisútvarpið að svo komnu og trúi því, þar til annað kemur í ljós, að það hafi verið mistök sem rekja megi til ókunnugleika, að verktaki þar var látinn ganga í störf fastra starfsmanna meðan á verkfallinu stóð. Ég er sérstaklega hugsi yfir þeirri fyrirlitningu gagnvart aðgerðum undirmanna þeirra, sem byggja á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta farið í verkfall, sem skín í gegnum þær aðgerðir sem stjórnendur Árvakurs beittu sé fyrir til þess að brjóta niður löglega boðaða vinnustöðvun, og hversu óskiljanlegt það er að tefla samstarfsfólki gegn hvert öðru með þeim hætti sem gert var. Þar var sannarlega fórnað meiri hagsmunum fyrir minni og sannar endanlega, að mínu viti, að þeir stjórnendur sem stjórn og eigendur fyrirtækisins hafa valið til þessa ábyrgðarfulla starfs eru engan vegin starfi sínu vaxnir, því miður. Orðstýr fjölmiðlafyrirtækis er verðmætasta eign þess og í þann aldarfjórðung sem ég vann á Morgunblaðinu kom aldrei til greina að afsláttur væri gefinn í þeim efnum. Ég er afskaplega stoltur af þessum tíma mínum á Morgunblaðinu og tel að framlag þess til íslenskrar menningar, fréttaumfjöllunar og umræðuhefðar sé ómetanlegt, enda kom blaðið út í yfir 50 þúsund eintökum og var þar af leiðandi daglegur gestur á langflestum heimilum í landinu. Morgunblaðið er sem betur fer enn frábært blað og mbl.is frábær fréttavefur, enda sama fagfólkið sem vinnur þar, margt hvert, sem vann þar þegar ég var þar innan dyra. Yfirlýsing um 20 blaðamanna á mbl.is segir allt sem segja þarf um þessa ömurlegu uppákomu. Það er ekki skrýtið að venjulegu rétthugsandi fólki sé misboðið þegar gengið er í störf þess þegar það er í löglega boðaðri vinnustöðvun, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja það innræti sem liggur svona aðgerðum og framkomu í garð samstarfsmanna til grundvallar. Það er mér einfaldlega óskiljanlegt. Ekki síst í ljósi þess að ég hef að minnsta kosti í þrígang í aðdraganda verkfalls skrifað þessu fólki og óskað eftir að við færum yfir hugsanleg ágreiningsefni um framkvæmd verkfallsins, þannig að það gæti farið fram með sóma. Engin svör frá Árvakri og RÚV. Hjá Fréttablaðinu og Sýn var framkvæmdin til fyrirmyndar. Það hefur hins vegar augljóslega verið erfitt að horfa upp á mbl.is í loftinu vegna verkfallsbrota á sama tíma og visir.is og frettabladid.is voru það ekki. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort eigendur þessara ágætu fyrirtækja, sem virtu boðaða vinnustöðvun starfsmanna sinna, og Ríkisútvarpsins, sem er í eigu almennings, geti hugsað sér að vera í kompaníi með verkfallsbrjótum? Ef þessi fyrirtæki ætla að halda samstarfi sínu við Árvakur áfram, þurfa þau þá ekki að samræma afstöðu sína til framkvæmdar vinnustöðvana?!
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun