Annan daginn í röð lenti keilarinn Arnar Davíð Jónsson í úrslitum á móti Englendingnum Dom Barrett á móti í Kúveit.
Í gær áttust þeir við í úrslitum á Kuwait Open en í dag voru það úrslit í heimsmótaröðinni. Í gær náði Barrett að tryggja sér sigur með einum pinna í lokakastinu en það var aðeins auðveldara hjá honum í dag því hann vann 276-232.
Arnar Davíð var reyndar með frumkvæðið í leiknum framan af en gaf eftir í seinni fimm römmunum gegn reynsluboltanum.
Arnar Davíð heldur næst til Álaborgar þar sem hann mun taka þátt á síðasta mótinu í Evrópumótaröðinni. Hann er í efsta sæti á Evrópulistanum og gæti því unnið Evrópumótaröðina.
Arnar Davíð tapaði aftur fyrir Barrett

Tengdar fréttir

Arnar tapaði í jöfnum leik og missti af sex milljón króna verðlaunum
Keilarinn Arnar Davíð Jónsson var grátlega nálægt því að vinna mót á heimsmótaröðinni í keilu í dag.