Á svið stigu nemendur úr Sæmundarskóla, Foldaskóla,Tjarnarskóla, Breiðholtsskóla, Ingunnarskóla, Kelduskóla, Vogaskóla og Réttarholtsskóli. Áfram komust Breiðholtsskóli og Réttarholtsskóli.
Samtals 24 grunnskólar taka þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita þann 11. nóvember. Yfir 600 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, tónlist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.
Áður hafa Hagaskóli, Hlíðaskóli, Háteigsskóli og Árbæjarskóli tryggt sér sæti á úrslitakvöldinu.