„Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2025 09:02 Sylvía lýsir OCD sem „óvissu-óþoli. Þeir sem lifa með því geta ekki sætt sig við að hafa ekki fullkomna stjórn á því sem er að gerast eða mun gerast. Aðsend Sylvía Rún Hálfdánardóttir fyrrverandi landsliðskona í körfubolta hefur glímt við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) frá unglingsaldri. Hún hefur farið í gegnum ótal stundir þar sem hún hefur spurt sig, aftur og aftur, hvort hún gæti mögulega verið að ljúga að sjálfri sér, hvort hún hafi sagt eitthvað rangt, eða jafnvel hvort hún gæti, án þess að vilja það, skaðað einhvern. Hvernig er að lifa með röskun sem veldur því að þú trúir ekki eigin hugsunum? Þegar við hugsum um áráttu- og þráhyggjuröskun – OCD – sjá margir fyrir sér manneskju sem þarf að snerta ljósrofa ákveðið oft, raða hlutum í ákveðna röð eða þvo sér óeðlilega oft um hendur. Staðreyndin er þó sú að röskunin getur birst í ótal fleiri myndum. Sex ára í körfubolta Sylvía er fædd og uppalin í Hafnarfirði – í stórum, samheldnum systkinahópi. Sex systur og einn bróðir. Foreldrar hennar léku bæði körfubolta fyrir Hauka og systir hennar lék í háskólakörfubolta fyrir Canisius College og tólf leiki með íslenska kvennalandsliðinu. Af skiljanlegum ástæðum snerist lífið á heimilinu mikið um körfuboltann. Á unga aldri fór Sylvía í íþróttaskóla og byrjaði í körfubolta sex ára gömul. „Það var ekki þannig að ég hafi setið og valið mér körfubolta – þetta var bara lífið. Allir í kringum mig voru að æfa og það var eitthvað eðlilegt og öruggt við það.“ Með aldrinum varð boltinn stærri hluti af lífinu. Hún spilaði með Haukum, fór alla leið í yngri landslið Íslands og síðar í A-landsliðið. „Ég var á fjórum æfingum á dag á tímabili, ásamt námi. Þetta var allt eða ekkert.“ Fann fyrir mikilli pressu Sylvía lýsir sér sjálfri sem barni með mikla ábyrgðarkennd, sterka réttlætiskennd – og óvenju mikla tilfinningu fyrir því að vilja gera rétt. Hún man eftir því að hafa verið mjög meðvituð um tilfinningar fólks í kringum sig og fann snemma fyrir sterkri þörf til að „passa upp á“ aðra. „Ég gat ekki verið sátt ef einhver í fjölskyldunni var leiður. Það var eins og það væri mín skylda að laga það. Ég man eftir því að þurfa alltaf að ganga úr skugga um að allt væri öruggt.“ Þegar árin liðu varð hún hluti af yngri landsliðum Íslands og síðar einnig aðallandsliðinu. „Ég var í öllum landsliðunum – 15, 16, 18, 20 – og svo í aðallandsliðinu. Það var mikill heiður en líka rosalega mikil pressa, sérstaklega þar sem ég var líka í skóla og að vinna með allskonar líðan.“ Sylvía er með körfuboltann í blóðinu.Aðsend Stjórnlaus spírall Meðalmanneskja hugsar um það 60 þúsund hugsanir á dag. Hjá Sylvíu byrjaði baráttan við OCD þetta með einni hugsun. Eins og hún orðar það sjálf „einni lítilli saklausri hugsun“ sem breytti öllu og varð kveikjan að langvarandi og hamlandi þráhyggju. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær. Það þurfti ekki nema bara þessa einu hugsun til að snúa öllu lífinu mínu á hvolf.“ Á þessum tíma var Sylvía 17 ára gömul og var á fullu í menntaskólanámi. Hún stundaði körfubolta af miklum krafti, var í landsliðinu og átti kærasta. „Einn morguninn vaknaði ég við hliðina á kærastanum mínum og þá kom þessi hugsun: Hvað ef ég er að ljúga að honum hver ég er? Hvað ef ég er lesbía og veit það ekki einu sinni sjálf?“ Ég var viss um að ég væri að halda einhverju frá honum – og sjálfri mér. Þetta snerist ekki um að mér fyndist eitthvað slæmt við að vera samkynhneigð, það hafði ekkert gera með fordóma gagnvart samkynhneigð, heldur það að ég óttaðist að ég gæti verið að ljúga að sjálfri mér. Ég treysti ekki eigin hugsunum. Þetta varð að heilum veruleika í hausnum á mér. Ég var handviss um að ég væri að blekkja hann. Að ég væri að ljúga að sjálfri mér. Ég byrjaði stanslaust að pæla í þessari hugsun, bókstaflega allan sólarhringinn og þetta varð að þráhyggju. Þetta var fyrsta alvöru þráhyggjan sem ég upplifði. Ofan á það fékk ég oftar og oftar ofsakvíðaköst.“ Eins og „zombie“ Í stað þess að byrgja sársaukann inni deildi Sylvía líðan sinni strax með foreldrum sínum og sínum nánustu. Hún fékk hins vegar ekki tíma hjá sálfræðingi fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Þessir tveir mánuðir voru að sögn Sylvíu hræðilegur tími. „Ég missti alla tengingu við veruleikann. Sársaukinn var svo mikill að ég get ekki lýst því. Ég þekkti ekki sjálfa mig lengur og fólkið í kringum mig gerði það ekki heldur. Það var erfitt fyrir mig að fúnkera í kringum fólk og vera undir álagi af því að hausinn á mér var alltaf að pæla í þessari þráhyggju sem ég var kominn með. Ég náði samt að slefa mig einhvern veginn í gegnum námið í Flensborg og á sama tíma keppa einhverja landsliðsleiki. Ég man eftir því að sitja í herberginu mínu og loka mig af. Ég gat ekki farið út, gat ekki hitt neinn. Ég var ekki lengur til staðar. Ég var eins og zombie – til staðar en samt ekki. Ég hugsaði oft að ég vildi deyja.“ Það eina sem hélt mér gangandi var þessi eina setning: „Ef ég dey núna, þá veit enginn hversu mikið ég barðist til að lifa.“ Þegar Sylvía komst loks til sálfræðings fékk hún að heyra: „Þetta hljómar mikið eins og OCD.“ Það var léttir- en samt ekki. „Af því að þá hugsaði ég: „Nei, ég hlýt að vera að ljúga henni.“ Ég var búin að missa svo mikið traust á sjálfri mér.“ Í kjölfar greiningarinnar hófst bataferlið; Sylvía fór á lyf og fór í viðtalsmeðferð. Hún endaði á því að stíga til hliðar frá körfuboltanum. Hún hætti í nokkra mánuði, reyndi aftur, hætti – og endurtók það mynstur í nokkur ár. „Ég elskaði boltann, elskaði liðsheildina, en ég hafði einfaldlega ekki andlega orku til að mæta á æfingar og keppnir með hausinn minn á þessum stað. Það var erfitt að hætta, en ég sé samt ekki eftir því í dag.“ Sylvía er ein af þeim fáu sem hafa tjáð sig opinberlega um baráttu við OCD, enda er röskunin mikið feimnismál, eins og hún bendir á.Aðsend Kötturinn og hurðin Árið 2018 varð ákveðinn vendipunktur hjá Sylvíu. Þá fór hún í fjögurra daga hópmeðferð hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Þar var henni kennt að horfast í augu við þráhyggjuna – ekki berjast á móti henni. „Þetta var útskýrt með myndlíkingu: „OCD er eins og köttur sem vill ekki stíga yfir þröskuldinn. Við þurfum að fara með hann í gegnum hurðina – ekki hrædd, heldur ákveðin.“ Í meðferðinni lærði Sylvía líka aðferðir til að horfast í augu við hugsanir sínar – og ekki síst, að leyfa þeim að vera. „Ég lærði að lifa í óvissu. Að segja: „Ég veit það ekki – og ég þarf ekki að vita það.“ Meðferðin breytti lífi hennar. „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent. Og þá loksins fann ég gleðitilfinningu aftur – í fyrsta skipti í langan tíma.“ Ég keypti mér kaffibolla og hugsaði: „Vá, þetta er hamingja.“ Stöðug barátta að hafa stjórn á huganum Sylvía var samt ekki „læknuð“, enda er OCD ólæknandi. Það hélt áfram að koma upp öðru hverju – og gerir enn í dag. Hún nefnir dæmi um aðrar tegundir af hamlandi og uppáþrengjandi hugsunum sem fylgja OCD. Hugsanir á borð við: „Hvað ef ég ók á manneskju og keyrði í burtu? Hvað ef ég sagði eitthvað móðgandi eða óviðeigandi? Hvað ef ég myndi meiða mig eða aðra manneskju? Hvað ef ég er að ljúga því hver ég er?“ Hún notar fallega myndlíkingu til að útskýra muninn á ástríðu og þráhyggju: hún líkir því við manneskju sem hefur ástríðu fyrir fiðluleik og hugsar, æfir og talar stanslaust um fiðlu – það er jákvætt því áhuginn kemur innan frá. En ef sú hugsun væri í raun hræðsla eða kvíði – ef viðkomandi hataði fiðluna en gæti ekki hætt að hugsa um hana – þá er það OCD. Í langan tíma lifði hún með OCD-greiningunni í algjöru hljóði. Og hún afrekaði margt á sama tíma, tók þátt í Ungfrú Ísland, kláraði Flensborg, fór í lögregluskólann og starfaði sem lögreglukona í þrjú ár. Hún sneri síðan alveg við blaðinu; fór á leiklistarbraut í Kvikmyndaskólanum og starfar í dag við leikaraval í auglýsingar og kvikmyndir, ásamt því að vinna í félagsmiðstöð. Þörf fyrir að hafa fullkomna stjórn á aðstæðunum er eitt af því sem fylgir því að vera með OCD. Sylvía segir greininguna þar af leiðandi ekki hafa hamlað sér í lögreglustarfinu, heldur þvert á móti. „Ég myndi frekar segja að það hefði hjálpað mér þar sem ég var með svo mikla samkennd og ég gaf mig alla í starfið til að gera allt upp á tíu.“ Sylvía er í sambandi í dag. Hún var opinská við kærastann um veikindi sín strax frá byrjun. Hann styður hana í einu og öllu og dregur hana reglulega niður á jörðina. Sylvía er þakklát fyrir að eiga maka sem stendur þétt við bakið á henni.Aðsend Það eru til margar undirtegundir af OCD. Í tilfelli Sylvíu hefur röskunin til að mynda komið fram í svokölluðu „relationship OCD“ þar sem síendurteknu og uppáþrengjandi hugsanirnar snúa að ástarsamböndum. Hún nefnir dæmi um hugsanir eins og: „Hvað ef ég held framhjá makanum mínum? Hvað ef ég elska ekki makann minn, hvað ef ég er að ljúga því að sjálfri mér? Hvað ef ég meiði hann? Hvað ef hann deyr?“ Hún lýsir því hvernig þessi árátta var sérstaklega slæm á tímabili. „Ég spurði kærastann minn: „Heldurðu að ég hafi haldið framhjá þér?“ þó ég vissi að ég hefði ekki gert það. Ég bara trúði því ekki. Ég þurfti að fá hann til að segja það. Og þó svo svo að hann segði að ég hefði ekki gert það, þá trúði ég honum ekki.“ Margir sem lifa í þögn Það er ekki langt síðan Sylvía byrjaði að birta myndskeið á TikTok þar sem hún opnaði sig um reynslu sína af því að lifa með OCD. Hún var í fyrstu hikandi við að berskjalda sig um veikindi sín. Enda fylgi því oft mikil skömm og einsemd að vera með OCD. „Ég hugsaði með mér hvað fólk myndi segja: „Hvað er að þér?“ eða „Það hugsar enginn svona!“ eða eitthvað slíkt. Sylvía bendir á hvernig samfélagið á Íslandi getur ýtt undir þessa skömm. „Það er svo auðvelt að upplifa sig sem vonda manneskju fyrir að vera að hugsa svona ógeðslegar hugsanir, sem maður vill samt ekkert vera að hugsa.“ @silly_ocd Persónulegt spjall frá manneskju sem er greind með OCD (Áráttu og þráhyggjuröskun) 💕Stórt knús á ykkur sem eru greind með OCD sendi ykkur allar mínar baráttukveðjur og ég skil hversu ólýsanlega erfitt þetta er💕 #ocd #ocdawareness #ocdísland #íslenskt ♬ original sound - silly_ocd En viðbrögðin urðu þveröfug. Fjölmargir hafa deilt með henni svipaðri reynslu- bæði í einkaskilaboðum og í athugasemdum undir myndskeiðunum. Það sem hreyfði mest við henni var að átta sig á hve margir voru að ganga í gegnum svipaða hluti án þess að ræða það opinberlega. „Við þurfum greinilega að tala meira um þetta. Ég hefði sjálf þurft svo mikið á þessu að halda þegar ég var yngri. Ég þurfti að lifa í þessari þögn í svo mörg ár. Ég hefði svo mikið þurft að fá að vita að ég var ekki ein. Ég vil opna mig um þetta núna- ég er að gera það fyrir öll OCD systkini mín þarna úti.“ Lifir með óvissunni Í dag lifir Sylvía með OCD á hverjum degi, en hún er meðvituð og hún veit hvað hún á að gera þegar hugsanirnar banka upp á. Hún lýsir OCD sem „óvissu-óþoli.“ Þeir sem lifa með OCD eiga erfitt með að hafa ekki fullkomna stjórn á því sem er að gerast eða mun gerast. „Ég þurfti að læra að sitja í óvissunni, læra að lifa með óvissunni. Segja við sjálfa mig: „Ég get ekki vitað það. Og það er í lagi. Ég get ekki vitað það fyrir víst. En ég þarf að lifa með því.“ Geðheilbrigði TikTok Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
Hvernig er að lifa með röskun sem veldur því að þú trúir ekki eigin hugsunum? Þegar við hugsum um áráttu- og þráhyggjuröskun – OCD – sjá margir fyrir sér manneskju sem þarf að snerta ljósrofa ákveðið oft, raða hlutum í ákveðna röð eða þvo sér óeðlilega oft um hendur. Staðreyndin er þó sú að röskunin getur birst í ótal fleiri myndum. Sex ára í körfubolta Sylvía er fædd og uppalin í Hafnarfirði – í stórum, samheldnum systkinahópi. Sex systur og einn bróðir. Foreldrar hennar léku bæði körfubolta fyrir Hauka og systir hennar lék í háskólakörfubolta fyrir Canisius College og tólf leiki með íslenska kvennalandsliðinu. Af skiljanlegum ástæðum snerist lífið á heimilinu mikið um körfuboltann. Á unga aldri fór Sylvía í íþróttaskóla og byrjaði í körfubolta sex ára gömul. „Það var ekki þannig að ég hafi setið og valið mér körfubolta – þetta var bara lífið. Allir í kringum mig voru að æfa og það var eitthvað eðlilegt og öruggt við það.“ Með aldrinum varð boltinn stærri hluti af lífinu. Hún spilaði með Haukum, fór alla leið í yngri landslið Íslands og síðar í A-landsliðið. „Ég var á fjórum æfingum á dag á tímabili, ásamt námi. Þetta var allt eða ekkert.“ Fann fyrir mikilli pressu Sylvía lýsir sér sjálfri sem barni með mikla ábyrgðarkennd, sterka réttlætiskennd – og óvenju mikla tilfinningu fyrir því að vilja gera rétt. Hún man eftir því að hafa verið mjög meðvituð um tilfinningar fólks í kringum sig og fann snemma fyrir sterkri þörf til að „passa upp á“ aðra. „Ég gat ekki verið sátt ef einhver í fjölskyldunni var leiður. Það var eins og það væri mín skylda að laga það. Ég man eftir því að þurfa alltaf að ganga úr skugga um að allt væri öruggt.“ Þegar árin liðu varð hún hluti af yngri landsliðum Íslands og síðar einnig aðallandsliðinu. „Ég var í öllum landsliðunum – 15, 16, 18, 20 – og svo í aðallandsliðinu. Það var mikill heiður en líka rosalega mikil pressa, sérstaklega þar sem ég var líka í skóla og að vinna með allskonar líðan.“ Sylvía er með körfuboltann í blóðinu.Aðsend Stjórnlaus spírall Meðalmanneskja hugsar um það 60 þúsund hugsanir á dag. Hjá Sylvíu byrjaði baráttan við OCD þetta með einni hugsun. Eins og hún orðar það sjálf „einni lítilli saklausri hugsun“ sem breytti öllu og varð kveikjan að langvarandi og hamlandi þráhyggju. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær. Það þurfti ekki nema bara þessa einu hugsun til að snúa öllu lífinu mínu á hvolf.“ Á þessum tíma var Sylvía 17 ára gömul og var á fullu í menntaskólanámi. Hún stundaði körfubolta af miklum krafti, var í landsliðinu og átti kærasta. „Einn morguninn vaknaði ég við hliðina á kærastanum mínum og þá kom þessi hugsun: Hvað ef ég er að ljúga að honum hver ég er? Hvað ef ég er lesbía og veit það ekki einu sinni sjálf?“ Ég var viss um að ég væri að halda einhverju frá honum – og sjálfri mér. Þetta snerist ekki um að mér fyndist eitthvað slæmt við að vera samkynhneigð, það hafði ekkert gera með fordóma gagnvart samkynhneigð, heldur það að ég óttaðist að ég gæti verið að ljúga að sjálfri mér. Ég treysti ekki eigin hugsunum. Þetta varð að heilum veruleika í hausnum á mér. Ég var handviss um að ég væri að blekkja hann. Að ég væri að ljúga að sjálfri mér. Ég byrjaði stanslaust að pæla í þessari hugsun, bókstaflega allan sólarhringinn og þetta varð að þráhyggju. Þetta var fyrsta alvöru þráhyggjan sem ég upplifði. Ofan á það fékk ég oftar og oftar ofsakvíðaköst.“ Eins og „zombie“ Í stað þess að byrgja sársaukann inni deildi Sylvía líðan sinni strax með foreldrum sínum og sínum nánustu. Hún fékk hins vegar ekki tíma hjá sálfræðingi fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Þessir tveir mánuðir voru að sögn Sylvíu hræðilegur tími. „Ég missti alla tengingu við veruleikann. Sársaukinn var svo mikill að ég get ekki lýst því. Ég þekkti ekki sjálfa mig lengur og fólkið í kringum mig gerði það ekki heldur. Það var erfitt fyrir mig að fúnkera í kringum fólk og vera undir álagi af því að hausinn á mér var alltaf að pæla í þessari þráhyggju sem ég var kominn með. Ég náði samt að slefa mig einhvern veginn í gegnum námið í Flensborg og á sama tíma keppa einhverja landsliðsleiki. Ég man eftir því að sitja í herberginu mínu og loka mig af. Ég gat ekki farið út, gat ekki hitt neinn. Ég var ekki lengur til staðar. Ég var eins og zombie – til staðar en samt ekki. Ég hugsaði oft að ég vildi deyja.“ Það eina sem hélt mér gangandi var þessi eina setning: „Ef ég dey núna, þá veit enginn hversu mikið ég barðist til að lifa.“ Þegar Sylvía komst loks til sálfræðings fékk hún að heyra: „Þetta hljómar mikið eins og OCD.“ Það var léttir- en samt ekki. „Af því að þá hugsaði ég: „Nei, ég hlýt að vera að ljúga henni.“ Ég var búin að missa svo mikið traust á sjálfri mér.“ Í kjölfar greiningarinnar hófst bataferlið; Sylvía fór á lyf og fór í viðtalsmeðferð. Hún endaði á því að stíga til hliðar frá körfuboltanum. Hún hætti í nokkra mánuði, reyndi aftur, hætti – og endurtók það mynstur í nokkur ár. „Ég elskaði boltann, elskaði liðsheildina, en ég hafði einfaldlega ekki andlega orku til að mæta á æfingar og keppnir með hausinn minn á þessum stað. Það var erfitt að hætta, en ég sé samt ekki eftir því í dag.“ Sylvía er ein af þeim fáu sem hafa tjáð sig opinberlega um baráttu við OCD, enda er röskunin mikið feimnismál, eins og hún bendir á.Aðsend Kötturinn og hurðin Árið 2018 varð ákveðinn vendipunktur hjá Sylvíu. Þá fór hún í fjögurra daga hópmeðferð hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Þar var henni kennt að horfast í augu við þráhyggjuna – ekki berjast á móti henni. „Þetta var útskýrt með myndlíkingu: „OCD er eins og köttur sem vill ekki stíga yfir þröskuldinn. Við þurfum að fara með hann í gegnum hurðina – ekki hrædd, heldur ákveðin.“ Í meðferðinni lærði Sylvía líka aðferðir til að horfast í augu við hugsanir sínar – og ekki síst, að leyfa þeim að vera. „Ég lærði að lifa í óvissu. Að segja: „Ég veit það ekki – og ég þarf ekki að vita það.“ Meðferðin breytti lífi hennar. „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent. Og þá loksins fann ég gleðitilfinningu aftur – í fyrsta skipti í langan tíma.“ Ég keypti mér kaffibolla og hugsaði: „Vá, þetta er hamingja.“ Stöðug barátta að hafa stjórn á huganum Sylvía var samt ekki „læknuð“, enda er OCD ólæknandi. Það hélt áfram að koma upp öðru hverju – og gerir enn í dag. Hún nefnir dæmi um aðrar tegundir af hamlandi og uppáþrengjandi hugsunum sem fylgja OCD. Hugsanir á borð við: „Hvað ef ég ók á manneskju og keyrði í burtu? Hvað ef ég sagði eitthvað móðgandi eða óviðeigandi? Hvað ef ég myndi meiða mig eða aðra manneskju? Hvað ef ég er að ljúga því hver ég er?“ Hún notar fallega myndlíkingu til að útskýra muninn á ástríðu og þráhyggju: hún líkir því við manneskju sem hefur ástríðu fyrir fiðluleik og hugsar, æfir og talar stanslaust um fiðlu – það er jákvætt því áhuginn kemur innan frá. En ef sú hugsun væri í raun hræðsla eða kvíði – ef viðkomandi hataði fiðluna en gæti ekki hætt að hugsa um hana – þá er það OCD. Í langan tíma lifði hún með OCD-greiningunni í algjöru hljóði. Og hún afrekaði margt á sama tíma, tók þátt í Ungfrú Ísland, kláraði Flensborg, fór í lögregluskólann og starfaði sem lögreglukona í þrjú ár. Hún sneri síðan alveg við blaðinu; fór á leiklistarbraut í Kvikmyndaskólanum og starfar í dag við leikaraval í auglýsingar og kvikmyndir, ásamt því að vinna í félagsmiðstöð. Þörf fyrir að hafa fullkomna stjórn á aðstæðunum er eitt af því sem fylgir því að vera með OCD. Sylvía segir greininguna þar af leiðandi ekki hafa hamlað sér í lögreglustarfinu, heldur þvert á móti. „Ég myndi frekar segja að það hefði hjálpað mér þar sem ég var með svo mikla samkennd og ég gaf mig alla í starfið til að gera allt upp á tíu.“ Sylvía er í sambandi í dag. Hún var opinská við kærastann um veikindi sín strax frá byrjun. Hann styður hana í einu og öllu og dregur hana reglulega niður á jörðina. Sylvía er þakklát fyrir að eiga maka sem stendur þétt við bakið á henni.Aðsend Það eru til margar undirtegundir af OCD. Í tilfelli Sylvíu hefur röskunin til að mynda komið fram í svokölluðu „relationship OCD“ þar sem síendurteknu og uppáþrengjandi hugsanirnar snúa að ástarsamböndum. Hún nefnir dæmi um hugsanir eins og: „Hvað ef ég held framhjá makanum mínum? Hvað ef ég elska ekki makann minn, hvað ef ég er að ljúga því að sjálfri mér? Hvað ef ég meiði hann? Hvað ef hann deyr?“ Hún lýsir því hvernig þessi árátta var sérstaklega slæm á tímabili. „Ég spurði kærastann minn: „Heldurðu að ég hafi haldið framhjá þér?“ þó ég vissi að ég hefði ekki gert það. Ég bara trúði því ekki. Ég þurfti að fá hann til að segja það. Og þó svo svo að hann segði að ég hefði ekki gert það, þá trúði ég honum ekki.“ Margir sem lifa í þögn Það er ekki langt síðan Sylvía byrjaði að birta myndskeið á TikTok þar sem hún opnaði sig um reynslu sína af því að lifa með OCD. Hún var í fyrstu hikandi við að berskjalda sig um veikindi sín. Enda fylgi því oft mikil skömm og einsemd að vera með OCD. „Ég hugsaði með mér hvað fólk myndi segja: „Hvað er að þér?“ eða „Það hugsar enginn svona!“ eða eitthvað slíkt. Sylvía bendir á hvernig samfélagið á Íslandi getur ýtt undir þessa skömm. „Það er svo auðvelt að upplifa sig sem vonda manneskju fyrir að vera að hugsa svona ógeðslegar hugsanir, sem maður vill samt ekkert vera að hugsa.“ @silly_ocd Persónulegt spjall frá manneskju sem er greind með OCD (Áráttu og þráhyggjuröskun) 💕Stórt knús á ykkur sem eru greind með OCD sendi ykkur allar mínar baráttukveðjur og ég skil hversu ólýsanlega erfitt þetta er💕 #ocd #ocdawareness #ocdísland #íslenskt ♬ original sound - silly_ocd En viðbrögðin urðu þveröfug. Fjölmargir hafa deilt með henni svipaðri reynslu- bæði í einkaskilaboðum og í athugasemdum undir myndskeiðunum. Það sem hreyfði mest við henni var að átta sig á hve margir voru að ganga í gegnum svipaða hluti án þess að ræða það opinberlega. „Við þurfum greinilega að tala meira um þetta. Ég hefði sjálf þurft svo mikið á þessu að halda þegar ég var yngri. Ég þurfti að lifa í þessari þögn í svo mörg ár. Ég hefði svo mikið þurft að fá að vita að ég var ekki ein. Ég vil opna mig um þetta núna- ég er að gera það fyrir öll OCD systkini mín þarna úti.“ Lifir með óvissunni Í dag lifir Sylvía með OCD á hverjum degi, en hún er meðvituð og hún veit hvað hún á að gera þegar hugsanirnar banka upp á. Hún lýsir OCD sem „óvissu-óþoli.“ Þeir sem lifa með OCD eiga erfitt með að hafa ekki fullkomna stjórn á því sem er að gerast eða mun gerast. „Ég þurfti að læra að sitja í óvissunni, læra að lifa með óvissunni. Segja við sjálfa mig: „Ég get ekki vitað það. Og það er í lagi. Ég get ekki vitað það fyrir víst. En ég þarf að lifa með því.“
Geðheilbrigði TikTok Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira