Tyrkir gómuðu systur Baghdadi Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 23:32 Lítið er vitað hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Vísir/AP Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins. Litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um systurina, sem gengur undir nafninu Rasmiya Awad og er 65 ára gömul. Tyrkneskur embættismaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir hana þó vera „gullnámu“ upplýsinga um hryðjuverkasamtökin, sem hún er talin hafa komið að.Awad var gómuð í árás á híbýli hennar nærri borginni Azaz í norðvesturhluta Sýrlands. Með henni voru eiginmaður hennar, tengdadóttir og fimm börn. Verið er að yfirheyra fullorðna fólkið. Svæðið sem um ræðir er undir stjórn sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og hefur verið það frá 2016. „Það sem hún veit um ISIS gæti gerbreytt skilningi okkar á samtökunum og hjálpað okkur að góma fleiri vígamenn,“ sagði heimildarmaður AP. Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna á híbýli hans í Sýrlandi undir lok síðasta mánaðar.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Í kjölfar árásarinnar gegn Baghdadi var talsmaður samtakanna einnig felldur í loftárás. Nýr talsmaður samtakanna tilkynnti svo á fimmtudaginn að búið væri að velja nýjan leiðtoga samtakanna. Sá ber heitið Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi. Lítið er vitað um hann né það hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Enn er þó talið að þúsundir vígamanna tilheyri samtökunum í Írak og Sýrlandi og eiga þau einnig undirsamtök víða um heim. Þá aðallega í Afríku og suðaustur Asíu. Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02 Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins. Litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um systurina, sem gengur undir nafninu Rasmiya Awad og er 65 ára gömul. Tyrkneskur embættismaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir hana þó vera „gullnámu“ upplýsinga um hryðjuverkasamtökin, sem hún er talin hafa komið að.Awad var gómuð í árás á híbýli hennar nærri borginni Azaz í norðvesturhluta Sýrlands. Með henni voru eiginmaður hennar, tengdadóttir og fimm börn. Verið er að yfirheyra fullorðna fólkið. Svæðið sem um ræðir er undir stjórn sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og hefur verið það frá 2016. „Það sem hún veit um ISIS gæti gerbreytt skilningi okkar á samtökunum og hjálpað okkur að góma fleiri vígamenn,“ sagði heimildarmaður AP. Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna á híbýli hans í Sýrlandi undir lok síðasta mánaðar.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Í kjölfar árásarinnar gegn Baghdadi var talsmaður samtakanna einnig felldur í loftárás. Nýr talsmaður samtakanna tilkynnti svo á fimmtudaginn að búið væri að velja nýjan leiðtoga samtakanna. Sá ber heitið Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi. Lítið er vitað um hann né það hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Enn er þó talið að þúsundir vígamanna tilheyri samtökunum í Írak og Sýrlandi og eiga þau einnig undirsamtök víða um heim. Þá aðallega í Afríku og suðaustur Asíu.
Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02 Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02
Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15
Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22