Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 21:00 Fagaðilar sem Kompás hefur rætt við í umfjöllun sinni um offitu íslenskra barna - skólahjúkrunarfræðingar, læknar og sálfræðingar, kalla eftir því að beint sé frekar sjónum að offitu barna, málið sé sett á dagskrá, rannsakað og greint enda snúist offita barna um framtíðarheilsu Íslendinga. Fagaðilar segja Embætti landlæknis eiga að fylgjast betur með þróuninni, eins og gert er með reykingar og annað sem er mikilvægt fyrir heilsuna, enda sinni embættið lýðheilsumálum.Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offituGetur ekki hætt að vera feitur á einum degi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Embætti landlæknis, segir offitu vera kortlagða og unnið með í fræðastarfsemi. Í lýðheilsustarfi embættisins sé einblínt á skaðaminnkandi forvarnir, heilsueflingu og byggt sé á viðurkenndum aðferðum sem snúast um hvað fólk geti gert til að breyta hegðun sinni. Engin ein skýring sé á offitu og því erfitt að nálgast málið með þá spurningu í huga. „Offita hefur verið töluvert rannsökuð og það er flókið að útskýra af hverju hún verður. Það er mikilvægt að átta okkur á því þegar við erum að fjalla um hana. Þetta er ekki sambærilegt við reykingar eða veip til að mynda. Það er enginn sem velur þetta og segir „ég ætla að prófa að vera of feitur.“ Þetta gerist á löngum tíma, þú getur ekki breytt hegðun þinni í dag og ekki verið feitur á morgun. Það getur þú með reykingar, þú ert reykingamaður í dag en ekki á morgun. Þetta er allt annars eðlis.“ Dóra segir forvarnir embættisins ganga út á þær valdi ekki skaða, fókus sé á lifnaðarhætti en ekki holdarfar. Það er gert með heilsueflandi skólum, vinnustöðum og samfélögum. Að börn fái andlegan stuðning og styrk svo þau leiti til að mynda ekki í mat í vanlíðan. Einnig að börn hafi aðgang að hollum mat og hreyfingu. En eins og kemur fram í þætti Kompáss hafa alls ekki öll börn aðgang að því, það getur farið eftir félagslegri stöðu, efnahag og búsetu. „Já, það er alveg ljóst. Við vitum að öll börn hafa ekki jöfn tækifæri og það er það sem við sem samfélag þurfum að tryggja með allra besta kosti,“ segir Dóra Guðrún.Við erum ekki að loka augunum fyrir þessu Hún segir þó umræðu um offitu alveg hafa rétt á sér og ítrekar að mikilvægt sé að fylgjast vel með. „Við erum ekki að loka augunum fyrir þessu. En það er spurning hvernig við förum með skilaboðin út til barnanna. Að gera ekki skaða. Við höfum fjölmörg dæmi um að fólk fái að vita að það sé feitt, það fer að hafa of miklar áhyggjur, fer í megrun, fær átröskun og svo framvegis. Þetta er áhættan með fókus á holdafarið. Það er uppbyggilegra að hafa fókus á hvernig sé hægt að breyta lifnaðarháttum.“ Dóra segir embættið hafa skilað aðgerðaáætlun fyrir nokkrum árum til að draga úr tíðni offitu. Embættið hafi gert það sem kom að þeim. „Að kortleggja fitufordóma á Íslandi og þeir eru ríkjandi. Þetta eru einu fordómarnir sem eru næstum því samþykktir í vestrænu samfélagi. Þú getur hitt vel menntað fólk og upplýst sem er með fitufordóma. Sú hugsun kemur að feitt fólk sé með einhver sérstök einstaklingseinkenni. Þau fá dóm á sig, fá síður vinnu, öðruvísi þjónustu og annað viðmót. Við viljum ekki ýta undir það en viljum stuðla að því að allir hafi kost á því að lifa heilbrigðu lífi og allir upplifi að þeir hafi tækifæri til þess.“Enginn tekur þessu léttvægt Dóra ítrekar að landlæknisembættið safni ekki upplýsingum. Allar upplýsingar komi frá heilsugæslunni. „Við erum ekki að fela neitt eða ýta einhverju undir teppið. Við byggjum á bestu þekkingunni á hverjum tíma og vinnum að lýðheilsustarfi samkvæmt því.“ Dóra Guðrún segir embættið taka offitu barna nógu alvarlega. „Það tekur þessu enginn léttvægt. Það er mikilvægt að skoða hvað það er sem veldur og hvernig við getum snúið þróuninni við. Og því höfum við náð. Til dæmis á höfuðborgarsvæðinu þar sem við höfum lengst fylgst með þyngd barna. Þar hefur orðið jákvæð þróun, ekki orðið hækkun í mörg ár. Við teljum að heilsueflingaraðferðir okkar séu að skila árnagri þar.“ Það var fyrst árið 2014 sem það var byrjað á samræmdum mælingum á landsvísu. „Það er nýtt og við erum að sjá mikinn mun. Í lýðheilsuvísum okkar erum við að skoða hvað sé ólíkt milli landshluta og við höfum séð heilmikinn mun. Þá köllum við að borðinu fulltrúa frá sveitarfélagi, skólum og heilbrigðisstofnunum til að leiðbeina með heilsueflandi samfélagi. Það er klárlega eitthvað sem við munum skoða frekar.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. 4. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
Fagaðilar sem Kompás hefur rætt við í umfjöllun sinni um offitu íslenskra barna - skólahjúkrunarfræðingar, læknar og sálfræðingar, kalla eftir því að beint sé frekar sjónum að offitu barna, málið sé sett á dagskrá, rannsakað og greint enda snúist offita barna um framtíðarheilsu Íslendinga. Fagaðilar segja Embætti landlæknis eiga að fylgjast betur með þróuninni, eins og gert er með reykingar og annað sem er mikilvægt fyrir heilsuna, enda sinni embættið lýðheilsumálum.Sjá einnig: Þúsundir íslenskra barna með offituGetur ekki hætt að vera feitur á einum degi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Embætti landlæknis, segir offitu vera kortlagða og unnið með í fræðastarfsemi. Í lýðheilsustarfi embættisins sé einblínt á skaðaminnkandi forvarnir, heilsueflingu og byggt sé á viðurkenndum aðferðum sem snúast um hvað fólk geti gert til að breyta hegðun sinni. Engin ein skýring sé á offitu og því erfitt að nálgast málið með þá spurningu í huga. „Offita hefur verið töluvert rannsökuð og það er flókið að útskýra af hverju hún verður. Það er mikilvægt að átta okkur á því þegar við erum að fjalla um hana. Þetta er ekki sambærilegt við reykingar eða veip til að mynda. Það er enginn sem velur þetta og segir „ég ætla að prófa að vera of feitur.“ Þetta gerist á löngum tíma, þú getur ekki breytt hegðun þinni í dag og ekki verið feitur á morgun. Það getur þú með reykingar, þú ert reykingamaður í dag en ekki á morgun. Þetta er allt annars eðlis.“ Dóra segir forvarnir embættisins ganga út á þær valdi ekki skaða, fókus sé á lifnaðarhætti en ekki holdarfar. Það er gert með heilsueflandi skólum, vinnustöðum og samfélögum. Að börn fái andlegan stuðning og styrk svo þau leiti til að mynda ekki í mat í vanlíðan. Einnig að börn hafi aðgang að hollum mat og hreyfingu. En eins og kemur fram í þætti Kompáss hafa alls ekki öll börn aðgang að því, það getur farið eftir félagslegri stöðu, efnahag og búsetu. „Já, það er alveg ljóst. Við vitum að öll börn hafa ekki jöfn tækifæri og það er það sem við sem samfélag þurfum að tryggja með allra besta kosti,“ segir Dóra Guðrún.Við erum ekki að loka augunum fyrir þessu Hún segir þó umræðu um offitu alveg hafa rétt á sér og ítrekar að mikilvægt sé að fylgjast vel með. „Við erum ekki að loka augunum fyrir þessu. En það er spurning hvernig við förum með skilaboðin út til barnanna. Að gera ekki skaða. Við höfum fjölmörg dæmi um að fólk fái að vita að það sé feitt, það fer að hafa of miklar áhyggjur, fer í megrun, fær átröskun og svo framvegis. Þetta er áhættan með fókus á holdafarið. Það er uppbyggilegra að hafa fókus á hvernig sé hægt að breyta lifnaðarháttum.“ Dóra segir embættið hafa skilað aðgerðaáætlun fyrir nokkrum árum til að draga úr tíðni offitu. Embættið hafi gert það sem kom að þeim. „Að kortleggja fitufordóma á Íslandi og þeir eru ríkjandi. Þetta eru einu fordómarnir sem eru næstum því samþykktir í vestrænu samfélagi. Þú getur hitt vel menntað fólk og upplýst sem er með fitufordóma. Sú hugsun kemur að feitt fólk sé með einhver sérstök einstaklingseinkenni. Þau fá dóm á sig, fá síður vinnu, öðruvísi þjónustu og annað viðmót. Við viljum ekki ýta undir það en viljum stuðla að því að allir hafi kost á því að lifa heilbrigðu lífi og allir upplifi að þeir hafi tækifæri til þess.“Enginn tekur þessu léttvægt Dóra ítrekar að landlæknisembættið safni ekki upplýsingum. Allar upplýsingar komi frá heilsugæslunni. „Við erum ekki að fela neitt eða ýta einhverju undir teppið. Við byggjum á bestu þekkingunni á hverjum tíma og vinnum að lýðheilsustarfi samkvæmt því.“ Dóra Guðrún segir embættið taka offitu barna nógu alvarlega. „Það tekur þessu enginn léttvægt. Það er mikilvægt að skoða hvað það er sem veldur og hvernig við getum snúið þróuninni við. Og því höfum við náð. Til dæmis á höfuðborgarsvæðinu þar sem við höfum lengst fylgst með þyngd barna. Þar hefur orðið jákvæð þróun, ekki orðið hækkun í mörg ár. Við teljum að heilsueflingaraðferðir okkar séu að skila árnagri þar.“ Það var fyrst árið 2014 sem það var byrjað á samræmdum mælingum á landsvísu. „Það er nýtt og við erum að sjá mikinn mun. Í lýðheilsuvísum okkar erum við að skoða hvað sé ólíkt milli landshluta og við höfum séð heilmikinn mun. Þá köllum við að borðinu fulltrúa frá sveitarfélagi, skólum og heilbrigðisstofnunum til að leiðbeina með heilsueflandi samfélagi. Það er klárlega eitthvað sem við munum skoða frekar.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. 4. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07
Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. 4. nóvember 2019 19:00