Svona fólk og Samtökin '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarson skrifar 3. nóvember 2019 13:30 Þáttaröðin Svona fólk hefur á síðustu vikum haldið íslensku þjóðinni límdri við skjáinn og neytt hana til þess að horfast í augu við eigin fortíð. Þættirnir, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir á veg og vanda að, eru ótrúlegt afrek. Þeir varpa ljósi á það mikla mótlæti sem hommar og lesbíur á Íslandi máttu þola þegar þau stigu fram, börðust fyrir tilvist sinni, réttindum sínum og - í tilviki allt of margra á tímum AIDS - lífi sínu. Síðustu fimm sunnudagskvöld höfum við fengið að fylgjast með þróun samfélagsins okkar. Úr þrúgandi þögn í regnbogaflóð.Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi. Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er. Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir. Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr. Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt. Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þáttaröðin Svona fólk hefur á síðustu vikum haldið íslensku þjóðinni límdri við skjáinn og neytt hana til þess að horfast í augu við eigin fortíð. Þættirnir, sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir á veg og vanda að, eru ótrúlegt afrek. Þeir varpa ljósi á það mikla mótlæti sem hommar og lesbíur á Íslandi máttu þola þegar þau stigu fram, börðust fyrir tilvist sinni, réttindum sínum og - í tilviki allt of margra á tímum AIDS - lífi sínu. Síðustu fimm sunnudagskvöld höfum við fengið að fylgjast með þróun samfélagsins okkar. Úr þrúgandi þögn í regnbogaflóð.Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi. Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er. Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir. Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr. Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt. Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun