
Domino's Körfuboltakvöld: Heimastúlkurnar draga Haukavagninn
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds hrifust sérstaklega af frammistöðu tveggja leikmanna Hauka í leiknum gegn Snæfelli; Sigrúnar Bjargar Ólafsdóttur og Lovísu Bjartar Henningsdóttur.
„Hún var ein fárra sem var með góða skotnýtingu í þessum leik. Hún endaði með 14 stig og 60% skotnýtingu,“ sagði Hermann Hauksson um Sigrúnu.
Eftir nokkur ár í Marist-háskólanum sneri Lovísa aftur heim í Hauka í sumar. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu á tímabilinu.
„Hún er ofboðslega góð báðum megin á vellinum. Hún er greinilega orðin miklu líkamlega sterkari en hún var áður en hún fór út,“ sagði Hermann.
Umræðuna um Sigrúnu og Lovísu, sem og alla umfjöllunina um Domino's deild kvenna, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 56-61 | Hafnfirðingar fullir sjálfstrausts
Haukarnir halda áfram að spila vel í Dominos-deild kvenna.

Körfuboltakvöld: Ahmad með „ekkert venjulegt touch“
Keflavík er efsta lið Domino's deildar karla og hefur ekki tapað leik þegar fimm umferðir eru búnar.

Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu
Benedikt Guðmundsson hefur valið æfingahóp kvennalandsliðsins fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM 2021.

Framlengingin: Njarðvík aldrei að fara að falla
Keflvíkingar eru alvöru meistaraefni, Njarðvíkingar falla ekki og bæði Grindvíkingar og Haukar geta farið á flug. Þetta sögðu sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds í Framlengingunni.

Körfuboltakvöld: Sigur ÍR frammistaða tímabilsins
ÍR vann sterkan sigur á KR í Domino's deild karla í vikunni. Sigur ÍR var frammistaða tímabilsins að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds.

Sjáðu eldræðu Teits um Njarðvík: „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir“
Teitur Örlygsson var ekki par sáttur með frammistöðu Njarðvíkinga gegn Stjörnumönnum.

„Emil Karel búinn að vera besti Íslendingurinn í deildinni“
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þ., fékk mikið hrós frá sérfræðingum Domino's Körfuboltakvöld.