Aðskilja á Reykjalund og SIBS Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 18:30 Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.Mikillar óánægju og uppsagna hefur gætt meðal starfsfólks Reykjalundar eftir skipritsbreytingar og að stjórnendum var sagt upp störfum. Í ályktunum undanfarið hefur starfsfólk óskað eftir að framkvæmdastjórn víki og skipuð verði óháð starfsstjórn yfir Reykjalund. SIBS er eigandi Reykjalundar og hefur stjórn þar verið stjórn yfir Reykjalundi þar til hún sagði sig frá því hlutverki þann 22. október. Þá er stofnunin rekin á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld. Fyrirtækið Intellecta hefur nú verið ráðið til að finna þrjár óháðar manneskjur í starfsstjórn yfir Reykjalund. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hlutverk hennar að vera að ráða nýjan forstjóra yfir stofnunina en staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Þá á hún að kom með tillögur til að mæta kröfum starfsfólks um fullan aðskilnað Reykjalundar við SIBS þannig að rekstur stofnunarinnar verði sjálfstæður og stjórnin óháð SIBS.Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar vonar að sátt skapist um starfsemi Reykjalundar með nýrri starfsstjórn.Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum og vinnan taki nokkrar vikur. Það komi í hlut hennar að meta hvort að framkvæmdastjórnin á Reykjalundi víki. Áfram verður gert ráð fyrir að SIBS styrki Reykjalund um þriðjung happdrættistekna sinna. Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjarlundar vonar að nýrri starfsstjórn takist að skapa frið um starfsemina á Reykjalundi. „Það er ekkert launungarmál að við í Hollvinasamtökunum ráðlögðum stjórn SIBS að setja á sérstaka starfsstjórn. Þau voru reyndar komin á stað með það þegar sú ályktun kom frá okkur. Ég held að það sé mikilvægt að það sé sérstök stjórn yfir Reykjalundi þ.e. ekki sú sama og er yfir SIBS. Þetta er stór heilbrigðisrekstur og tveir milljarðar á ári sem þangað fara frá ríkinu. Það er þvíæskilegt að yfir Reykjalundi sé fólk sem þekkir þann rekstur vel og þá þarf það að njóta trausts starfsmanna og stjórnenda á Reykjalundi ásamt SIBS,“ segir Bryndís. Hún hvetur fólk til að finna lausn á núverandi stöðu. „Fólk þarf að setjast niður og ná ró á staðinn svo hægt sé að byggja áfram upp þá frábæru starfsemi sem þarna er,“ segir Bryndís. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.Mikillar óánægju og uppsagna hefur gætt meðal starfsfólks Reykjalundar eftir skipritsbreytingar og að stjórnendum var sagt upp störfum. Í ályktunum undanfarið hefur starfsfólk óskað eftir að framkvæmdastjórn víki og skipuð verði óháð starfsstjórn yfir Reykjalund. SIBS er eigandi Reykjalundar og hefur stjórn þar verið stjórn yfir Reykjalundi þar til hún sagði sig frá því hlutverki þann 22. október. Þá er stofnunin rekin á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld. Fyrirtækið Intellecta hefur nú verið ráðið til að finna þrjár óháðar manneskjur í starfsstjórn yfir Reykjalund. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hlutverk hennar að vera að ráða nýjan forstjóra yfir stofnunina en staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Þá á hún að kom með tillögur til að mæta kröfum starfsfólks um fullan aðskilnað Reykjalundar við SIBS þannig að rekstur stofnunarinnar verði sjálfstæður og stjórnin óháð SIBS.Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar vonar að sátt skapist um starfsemi Reykjalundar með nýrri starfsstjórn.Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum og vinnan taki nokkrar vikur. Það komi í hlut hennar að meta hvort að framkvæmdastjórnin á Reykjalundi víki. Áfram verður gert ráð fyrir að SIBS styrki Reykjalund um þriðjung happdrættistekna sinna. Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjarlundar vonar að nýrri starfsstjórn takist að skapa frið um starfsemina á Reykjalundi. „Það er ekkert launungarmál að við í Hollvinasamtökunum ráðlögðum stjórn SIBS að setja á sérstaka starfsstjórn. Þau voru reyndar komin á stað með það þegar sú ályktun kom frá okkur. Ég held að það sé mikilvægt að það sé sérstök stjórn yfir Reykjalundi þ.e. ekki sú sama og er yfir SIBS. Þetta er stór heilbrigðisrekstur og tveir milljarðar á ári sem þangað fara frá ríkinu. Það er þvíæskilegt að yfir Reykjalundi sé fólk sem þekkir þann rekstur vel og þá þarf það að njóta trausts starfsmanna og stjórnenda á Reykjalundi ásamt SIBS,“ segir Bryndís. Hún hvetur fólk til að finna lausn á núverandi stöðu. „Fólk þarf að setjast niður og ná ró á staðinn svo hægt sé að byggja áfram upp þá frábæru starfsemi sem þarna er,“ segir Bryndís.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00
Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28