Það fór illa fyrir flestum Íslendingaliðunum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.
Það var Íslendingaslagur í París þar sem Paris Saint-Germain og Álaborg mættust.
Heimamenn unnu þægilegan sigur eftir að hafa náð að byggja sér upp gott forskot í fyrri hálfleik. Staðan var 18-11 í hálfleik.
Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað fyrir PSG en Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Álaborg.
Svíþjóðarmeistarar Sävehof áttu erfitt uppdráttar gegn Bidasoa Irun.
Úrslit leiksins voru í raun ráðin í hálfleik, þá var staðan 20-9 fyrir gestina í Bidasoa og ljóst í hvað stefndi. Þegar upp var staðið fór leikurinn 33-24 fyrir Bidasoa.
Fyrr í dag tapaði Kristianstad fyrir rússneska liðinu Chekhovskie medvedi á útivelli.
