Einn Palestínumaður er látinn og tveir eru særðir eftir að Ísraelsmenn gerðu eldflaugaárás á Gaza í morgun. Árásirnar voru svar við eldflaugaárás Palestínumanna, en sú olli þó engu manntjóni. Tíu eldflaugum var skotið frá Palestínu að suðurhluta Ísrael en loftvarnir náðu að stöðva átta þeirra.
Ástandið á Gaza hefur verið eldfimt í rúman áratug en í síðustu tvo mánuði hefur þó verið friðsamt.
Síðast liðið ár hefur þó reglulega komið til átaka á milli Hamasliða og Ísraelsmanna og vopnahlé sem samið var um hafa ekki borið árangur nema til skamms tíma. Þrisvar áður hefur formlegt stríð verið háð í Palestínu og líkur eru á að það fjórða sé í uppsiglingu.

