Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður AIK og íslenska landsliðsins, var handtekinn vegna óláta á skemmtistað aðfaranótt fimmtudags. Fréttablaðið greinir frá.
Í morgun greindi Expressen frá því að leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni hefði verið með ólæti á skemmtistað, lent í ryskingum við öryggisverði og veitt mótþróta er hann var handtekinn klukkan þrjú aðfaranótt fimmtudags.
Nafninu er haldið leyndu í umfjöllun Expressen en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða Kolbein Sigþórsson.
Í frétt Expressen segist formaður AIK harma uppákomuna og hann hafi rætt við Kolbein.
„Að fara út að skemmta sér í miðbænum á þennan máta er ekki samkvæmt okkar gildum,“ segir formaður AIK í fréttinni.
Ekki liggur fyrir hvort Kolbeinn verður með AIK þegar liðið mætir Sundsvall í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar á morgun.
Kolbeinn sagður hafa verið handtekinn vegna óláta á skemmtistað
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
