Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 12:51 Starfsfólk Reykjalundar hefur margt áhyggjur af stöðunni sem þar er uppi. Vísir/vilhelm Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30