Ef krakkar fengju völdin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir segir ellefu ályktanir sem flest börnin gátu sameinast um verða kynntar í Salnum í Kópavogi á morgun. FBl/sigtryggur ari Meðal atriða í hátíðahöldum Kópavogs á morgun, miðvikudag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er málþing í Salnum klukkan 10.30 sem nefnist Krakkaveldi. Þar taka 200 börn, úr 11 bekkjum í skólum Kópavogs, þátt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur hefur umsjón með því. „Krakkaveldi snýst um að fá krakka til að tjá skoðanir sínar og finna leiðir til að tekið sé mark á þeim. Í þessu verkefni gerði ég það þannig að ég fór inn í 5. bekkina í þremur skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla, og ræddi við nemendur um hverju þeir vildu breyta í samfélaginu ef þeir fengju að ráða – valdið væri komið í þeirra hendur. Út úr því komu um 340 hugmyndir sem ég náði að taka niður. Í framhaldinu voru þær hugmyndir sem börnin voru hrifnust af ræddar aðeins ítarlegar, að sögn Salvarar, og pælt í hvernig hægt væri að framkvæma þær. „Hugmyndirnar voru mjög misstórar í sniðum, allt frá því hvernig ætti að stoppa stríð í heiminum og til þess að seinka því hvenær skólinn byrjaði á morgnana, því þá eru börn þreytt og það er vetur og það er dimmt. Það sem kynnt verður í Salnum á morgun verða þær ellefu ályktanir sem komu út úr viðræðunum og flest börnin gátu sameinast um. Tillögur eins og að það yrði frítt nammi í búðum verður ekki ein af þeim, þó hún kæmi til umræðu, því þegar betur var að gáð efuðust börnin um að það yrði til góðs. Það voru margar hugmyndir sem duttu út þegar farið var ofan í kjölinn á þeim, því óvíst var að þær hefðu góð áhrif til lengri tíma. Þau hugsa alveg út í þá hluti.“ Öll börnin sem tóku þátt verða á staðnum og fulltrúi frá hverjum bekk kynnir hugmyndirnar, að sögn Salvarar. „Bæjarstjóri Kópavogs verður viðstaddur, honum verða afhentar tillögurnar á blaði, vonandi mætir Katrín forsætisráðherra, annars fær hún hugmyndirnar sendar og líka forsetinn sem kemst því miður ekki.“ Kópavogur Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Meðal atriða í hátíðahöldum Kópavogs á morgun, miðvikudag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er málþing í Salnum klukkan 10.30 sem nefnist Krakkaveldi. Þar taka 200 börn, úr 11 bekkjum í skólum Kópavogs, þátt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur hefur umsjón með því. „Krakkaveldi snýst um að fá krakka til að tjá skoðanir sínar og finna leiðir til að tekið sé mark á þeim. Í þessu verkefni gerði ég það þannig að ég fór inn í 5. bekkina í þremur skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla, og ræddi við nemendur um hverju þeir vildu breyta í samfélaginu ef þeir fengju að ráða – valdið væri komið í þeirra hendur. Út úr því komu um 340 hugmyndir sem ég náði að taka niður. Í framhaldinu voru þær hugmyndir sem börnin voru hrifnust af ræddar aðeins ítarlegar, að sögn Salvarar, og pælt í hvernig hægt væri að framkvæma þær. „Hugmyndirnar voru mjög misstórar í sniðum, allt frá því hvernig ætti að stoppa stríð í heiminum og til þess að seinka því hvenær skólinn byrjaði á morgnana, því þá eru börn þreytt og það er vetur og það er dimmt. Það sem kynnt verður í Salnum á morgun verða þær ellefu ályktanir sem komu út úr viðræðunum og flest börnin gátu sameinast um. Tillögur eins og að það yrði frítt nammi í búðum verður ekki ein af þeim, þó hún kæmi til umræðu, því þegar betur var að gáð efuðust börnin um að það yrði til góðs. Það voru margar hugmyndir sem duttu út þegar farið var ofan í kjölinn á þeim, því óvíst var að þær hefðu góð áhrif til lengri tíma. Þau hugsa alveg út í þá hluti.“ Öll börnin sem tóku þátt verða á staðnum og fulltrúi frá hverjum bekk kynnir hugmyndirnar, að sögn Salvarar. „Bæjarstjóri Kópavogs verður viðstaddur, honum verða afhentar tillögurnar á blaði, vonandi mætir Katrín forsætisráðherra, annars fær hún hugmyndirnar sendar og líka forsetinn sem kemst því miður ekki.“
Kópavogur Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira