Þess í stað nýtti Pogba, sem er einnig leikmaður Manchester United, sér landsleikjahléið til að skella sér í hitann í Miami.
Hann var á meðal áhorfenda þegar Miami Heat lagði New Orleans Pelicans í NBA körfuboltanum í nótt og eins og sjá má neðst í fréttinni var honum vel tekið af þessum þreföldu NBA meisturum í American Airlines höllinni í Miami.
Pogba hefur verið þjakaður af meiðslum á yfirstandandi leiktíð og hefur til að mynda aðeins leikið 5 leiki fyrir Man Utd í ensku úrvalsdeildinni.
No better place to take in your first ever NBA game than right here in Miami. Come back anytime, @paulpogba! pic.twitter.com/laAwn6i6U6
— Miami HEAT (@MiamiHEAT) November 17, 2019