Leggur til sameiginlegt framboð verkalýðshreyfingarinnar gegn spillingu Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2019 14:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir víðtækum samfélagsbreytingum. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“ Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“
Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira