„Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar" Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:30 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, var málhefjandi sérstakrar umræðu um spillingu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Það var mikill hiti í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun og klukkan ellefu hóf Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sérstaka umræðu um spillingu. „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér á bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfem, vel skjalfest, og viðgengst því sem næst óáreitt. Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar,” sagði Smári við upphaf ræðu sinnar. Hann sagði uppljóstranir Kveiks og Stundarinnar um starfsemi Samherja í Namibíu og Angóla vera sláandi og að fyrir liggi sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar.Sjá einnig: Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna „Söfnun kvóta á hendur hinna fáu er afleiðing þess að pólitísk tengsl séu nýtt til að treysta það eignarhald, lágmarka greiðslur í sameiginlega sjóði og hámarka hagnað. Það eru mistök að horfa fram hjá uppsprettu og rót vandans,“ sagði Smári. Tilgangslaust væri af hálfu þingmanna að lýsa því aftur og aftur yfir hversu hrikaleg spillingarmál Samherja séu. „Við vitum það öll. Það sem fólk vill heyra frá okkur núna er hvað við ætlum að gera í málinu,“ sagði Smári.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist líta málið grafalvarlegum augum.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara en hún sagði málið þegar vera komið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. „ Það er mjög mikilvægt að þar verði vandað til verka, allar staðreyndir málsins verði dregnar fram og að sjálfsögðu munu stjórnvöld tryggja að þær stofnanir sem fara með rannsókn málsins hafi fullt svigrúm til að sinna henni af kostgæfni,” sagði Katrín. Þá sagðist hún ætla að leggja fram frumvarp á þessu þingi um varnir gegn hagsmunaárekstrum í stjórnarráðinu. Þá hafi Alþingi þegar samþykkt ýmis frumvörp hennar, til að mynda um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna og breytingar á upplýsingalögum. „Og mér skilst að í dag eigi að mæla fyrir frumvarp um vernd uppljóstrara,“ sagði Katrín og vísaði þar til frumvarps sem hún sjálf mun mæla fyrir síðar í dag.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08