
Stóraukið íbúalýðræði í Reykjavík
Ár hvert hafa borgarbúar tæpan hálfan milljarð króna til þess að forgangsraða þeim hugmyndum sem þeim þykir mestur virðisauki í til viðbótar við aðrar fjárfestingar og viðhaldaáætlanir í hverfunum. Án verkefnisins Hverfið mitt væri þetta tækifæri ekki til staðar með þessum hætti.
Við viljum að þú ráðir. Íbúar í hverfunum þekkja sitt nærsamfélag best og þrátt fyrir að borgin sé með sínar viðhaldsáætlanir, umferðaröryggisáætlanir og önnur góð plön sem hún fylgir til þess að bæta öryggi, innviði og aðbúnað í hverfum borgarinnar þá er það stundum þannig að borgarbúinn vill forgangsraða öðruvísi en yfirvöld hafa ákveðið að gera og ástæður þess geta verið margar. Hér er verið að rétta þér tækifæri til að velja! Hugmyndirnar koma frá íbúunum og þeim er forgangsraðað af íbúunum. Lýðræðið í Reykjavík er í stöðugri þróun því við viljum sífellt vera að gera betur. Í vor var starfshópur skipaður um framtíðarþróun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar og mun sá fljótlega skila sínum niðurstöðum. Vilji er til þess að ná enn betra samtali við þig sem leggur fram þínar tillögur – til þess að ganga enn lengra til að geta látið þær verða að veruleika á besta mögulega hátt og er þetta eitt af viðfangsefnum starfshópsins. Að auki er verið að skoða hvort það henti að viðhalds- og öryggisverkefni séu hluti af Hverfinu mínu þar sem að athugasemdir hafa borist hvað það varðar – en rétt er að halda því til haga að það var að ósk borgarbúa að þeim væri aftur bætt inn eftir breytingar þar á hér um árið. Öllum ábendingum um breytingar á Hverfinu mínu er vel tekið í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði sem er með verkefnið til endurskoðunar.
Hverfið mitt er einn vettvangur af mörgum sem stendur íbúum Reykjavíkur til boða til þess að taka þátt í lýðræðislegu samtali við borgaryfirvöld, hafa áhrif og koma góðum hugmyndum til leiðar. Ábendingavefurinn er annar og með nýlegum betrumbótum á honum og auknu aðgengi hefur aðsóknin aukist úr tugum ábendinga á ári yfir í mörg þúsund ábendingar. Íbúaráðin eru líka mjög viðamikill vettvangur íbúalýðræðis sem við væntum mikils af en þau eru nýfarin af stað og eru nú skipuð íbúum beint úr hverfunum án milligöngu borgarstjórnar í fyrsta sinn. Þar að auki verða þau nú skipuð einum slembivöldum fulltrúa úr hverju hverfi sem er gríðarlega spennandi leið til að ná til enn breiðari hóps borgarbúa – líka þeirra sem myndu annars ekki bjóða sig fram til félags- eða stjórnmálastarfa.
Þetta eru ólíkar leiðir til þess að ná til ólíkra hópa og bara örfá dæmi. Mín skilaboð eru: Taktu þátt! Vertu með! Þannig verður borgin okkar enn betri.
Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Skoðun

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar