Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:00 Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira