Lækkun framlaga tefur ekki verklok Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 06:00 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala. Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, um áhrif breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um 3,5 milljarða lækkun framlaga til verkefnisins á næsta ári. Gunnar segir að þrátt fyrir þessa lækkun sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlögum til Hringbrautarverkefnisins á næsta ári sem sé hæsta heimildin á fjárlögum til þessa. Hann segir lækkun fjárframlaga á næsta ári meðal annars skýrast af því að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn hússins áður en næsti verktaki hæfi störf. Þá sé nú einnig unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið hússins, undir Sóleyjartorgi. „Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu,“ segir Gunnar. Forval stendur nú yfir vegna uppsteypuhlutans og segir Gunnar að mikill áhugi sé á því verki. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Nýjan Landspítala nái hámarki á árunum 2021-2022. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, frá því í júní í fyrra var heildarkostnaður verkefnisins áætlaður tæpir 55 milljarðar króna. Miðað við hækkun byggingarvísitölu er sá kostnaður í dag um 58,5 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Skipulag Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, um áhrif breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um 3,5 milljarða lækkun framlaga til verkefnisins á næsta ári. Gunnar segir að þrátt fyrir þessa lækkun sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlögum til Hringbrautarverkefnisins á næsta ári sem sé hæsta heimildin á fjárlögum til þessa. Hann segir lækkun fjárframlaga á næsta ári meðal annars skýrast af því að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn hússins áður en næsti verktaki hæfi störf. Þá sé nú einnig unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið hússins, undir Sóleyjartorgi. „Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu,“ segir Gunnar. Forval stendur nú yfir vegna uppsteypuhlutans og segir Gunnar að mikill áhugi sé á því verki. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Nýjan Landspítala nái hámarki á árunum 2021-2022. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, frá því í júní í fyrra var heildarkostnaður verkefnisins áætlaður tæpir 55 milljarðar króna. Miðað við hækkun byggingarvísitölu er sá kostnaður í dag um 58,5 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Skipulag Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent