Á 142 kílómetra hraða undir áhrifum áfengis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 20:15 Alls voru 39 kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. vísir/vilhelm Erlendur ferðamaður sem var á ferð um Suðurlandsveg við Stórólfshvol síðastliðinn þriðjudag var tekinn á 142 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var manninum gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði en að því er segir á vef lögreglunnar spilar þar inn í að hann var undir áhrifum áfengis við stýrið. Mældist áfengismagn í blóði hans 1,57 prómill. Tveimur dögum síðar var ökumaður sem ók bíl sínum á 163 kílómetra hraða um Suðurlandsveg við Dalsel sektaður um 230 þúsund krónur ásamt viðeigandi sviptingu ökuréttinda. Er hámarkshraðinn þar sem hann ók 90 kílómetrar á klukkustund en alls voru 37 aðrir kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru 17 umferðaróhöpp í umdæminu og tvö önnur slys. Flest hafi umferðarslysin verið án meiðsla eða meiðsli í minniháttar. 4. nóvember varð árekstur tveggja jepplinga sem komu úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi við Sléttaland. Ökumenn og farþegar beggja bíla voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar og eru öll eitthvað meidd en þó ekki lífshættulega, að því er segir á vef lögreglunnar. Daginn eftir varð síðan árekstur jepplings og vöruflutningabifreiðar á þjóðvegi 1, skammt frá Steinavötnum. „Jepplingurinn virðist hafa flotið upp í krapi og lent framan á vörubifreiðinni með þeim afleiðingum að framhjól rifnaði undan vörubifreiðinni auk þess sem jepplingurinn gjöreyðilagðist. Bæði ökumaður og farþegi jepplingsins voru fluttir með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík ásamt ökumanni vörubifreiðarinnar en meiðsl þeirra reyndust hins vegar mun minni en útlit var fyrir í upphafi,“ segir á vef lögreglunnar. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem var á ferð um Suðurlandsveg við Stórólfshvol síðastliðinn þriðjudag var tekinn á 142 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var manninum gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 18 mánuði en að því er segir á vef lögreglunnar spilar þar inn í að hann var undir áhrifum áfengis við stýrið. Mældist áfengismagn í blóði hans 1,57 prómill. Tveimur dögum síðar var ökumaður sem ók bíl sínum á 163 kílómetra hraða um Suðurlandsveg við Dalsel sektaður um 230 þúsund krónur ásamt viðeigandi sviptingu ökuréttinda. Er hámarkshraðinn þar sem hann ók 90 kílómetrar á klukkustund en alls voru 37 aðrir kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru 17 umferðaróhöpp í umdæminu og tvö önnur slys. Flest hafi umferðarslysin verið án meiðsla eða meiðsli í minniháttar. 4. nóvember varð árekstur tveggja jepplinga sem komu úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi við Sléttaland. Ökumenn og farþegar beggja bíla voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar og eru öll eitthvað meidd en þó ekki lífshættulega, að því er segir á vef lögreglunnar. Daginn eftir varð síðan árekstur jepplings og vöruflutningabifreiðar á þjóðvegi 1, skammt frá Steinavötnum. „Jepplingurinn virðist hafa flotið upp í krapi og lent framan á vörubifreiðinni með þeim afleiðingum að framhjól rifnaði undan vörubifreiðinni auk þess sem jepplingurinn gjöreyðilagðist. Bæði ökumaður og farþegi jepplingsins voru fluttir með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík ásamt ökumanni vörubifreiðarinnar en meiðsl þeirra reyndust hins vegar mun minni en útlit var fyrir í upphafi,“ segir á vef lögreglunnar.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira