Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:40 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til örorkulífeyrisþega í fjáraukalögum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í andsvörum að frumvarpið til fjáraukalaga sýni „hversu fullkomlega þessi ríkisstjórn hefur misst tökin á ríkisfjármálunum.“ Þessu vísaði fjármálaráðherra algjörlega á bug og vísaði máli sínu til stuðnings til úttektar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu nefndar sjóðsins þar sem segir meðal annars að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við efnahagsáföllum á árinu. Sjá einnig: Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Stjórnarandstæðingar nýttu einnig tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að vekja máls á þeim atriðum sem þeim finnst vanta upp á í frumvarpi til fjáraukalaga. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sagði til að mynda að aukin framlög til Landspítalans samkvæmt fjáraukalögum virðist ekki duga til þar sem þegar hafi verið boðað til niðurskurðar á spítalanum. Oddný Harðardóttir sagði kenna ýmissa grasa í frumvarpinu. „Gagnrýnisvert er, og í raun algjörlega óásættanlegt, að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að greiða þeim sem treysta á lífeyrisgreiðslur hækkun í takt við lífskjarasamningana svokölluðu,“ sagði Oddný. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Oddnýju á þá leið að horfa verði til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hafi þegar gripið til. „Ég held að það verði bara ekki of oft sagt að því svo virðist sem háttvirtir þingmenn telji að mjög margt af því sem gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, í þágu tekjulægstu hópa samfélagsins, gagnist ekki örorkulífeyrisþegum. Það er ekki rétt,“ sagði Katrín. Nefndi hún í því sambandi til dæmis skattkerfisbreytingar þar sem innleitt verður þriggja þrepa kerfi sem að sögn Katrínar mun skila hlutfallslega mestri skattalækkun til tekjulægstu hópana. „Aðgerðir stjórnvalda sem hæstvirtur forsætisráðherra virðist svo ánægð með skila því meðal annars að of margir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að framfleyta sér á tæpum 248 þúsund krónum á mánuði, sem er langt undir lágmarkslaunum og reyndar langt undir atvinnuleysisbótum,“ sagði Oddný í síðara andsvari sínu. Á morgun fer fram önnur umræða um fjárlög en í fyrramálið hyggst þingflokkur Samfylkingarinnar kynna breytingartillögur sínar við frumvarpið á blaðamannafundi.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. 11. nóvember 2019 12:55