Líður eins og ég sé staddur í draumi Hjörvar Ólafsson skrifar 11. nóvember 2019 11:30 Arnar Daváið fagnar. mynd/fréttablaðið Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Það er óhætt að segja að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir hjá keiluspilaranum Arnari Davíð Jónssyni. Arnar Davíð náði frábærum árangri í Kúveit um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í öðru sæti bæði á Kuwait International Open, sem er hluti af bandarísku atvinnumannamótaröðinni, sem og á móti í Heimstúrnum daginn eftir. Strax í kjölfarið hélt Arnar Davíð til Álaborgar þar sem hann spilaði á lokamótinu í Evrópumótaröðinni. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann það mót sem tryggði honum sigur á Evrópumótaröðinni. Arnar Davíð er fyrsti íslenski keiluspilarinn sem nær þeim áfanga. „Mér líður bara alveg frábærlega og það má í raun segja að ég sé að bíða eftir því að einhver klípi mig og veki mig úr þessum fallega draumi. Ég ákvað að setja mér það háleita markmið með þjálfara mínum, Matthíasi Möller, þegar ég flutti til Svíþjóðar og tók keiluna fastari tökum, að tryggja mér sigur á Evrópumótaröðinni. Mér fannst það klárlega raunhæft á þeim tíma sem ég setti stefnuna á það og nú er takmarkið orðið að veruleika," segir Arnar Davíð í sæluvímu í samtali við Fréttablaðið. „Það var svolítið erfitt að koma mér í gang hérna í Álaborg eftir velgengnina í Kúveit. Ég byrjaði rólega í forkeppninni en náði þó að tryggja mér sæti í úrslitunum þar sem ég komst í gírinn og náði að tryggja mér sigur. Þessi sigur gefur mér mikið, ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og nú hef ég náð að sýna það og sanna hversu öflugur ég er orðinn. Síðustu dagar hafa verið frábærir og nú ætla ég að hvíla mig aðeins og njóta sigursins," segir hann enn fremur. „Ég hef í töluverðan tíma gengið með þann draum að fara til Bandaríkjanna og keppa þar á opna bandaríska meistaramótinu og spila reglulega á mótum í Heimstúrnum. Mér þykir mjög líklegt að ég fái boð um að taka þátt í móti sem er hluti af opna bandarísku mótaröðinni í febrúar og vonandi gengur það eftir. Svo ætla ég að keppa á fleiri mótum þar. Það kostar hins vegar töluverðan pening að fara þangað og ég þarf að setjast niður með þjálfaranum mínum og skipuleggja næsta ár á næstu dögum," segir Arnar fullur tilhlökkunar. „Af samtölum mínum við afreksíþróttafólk og það sem ég hef lesið um íþróttasálfræði þá hef ég lært að það verður að stefna hátt til þess að taka framförum og geta keppt í hæsta gæðaflokki. Það hefur allavega hentað mér vel að setja mér markmið um að keppa um þá stóru titla sem í boði eru. Það gefur mér mikiinn kraft inn í næstu áskoranir að hafa staðið mig jafn vel og raun ber vitni undanfarna daga. Næst á dagskrá, eftir smá hvíld, er að halda áfram að æfa og bæta mig og setja mér svo ný markmið fyrir næsta ár," segir hann um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira