Tölfræðinni, leikklukkunni í húsinu og skýrslunni kom ekki saman um hvað staðan er. Rekistefna var um stigaskor ÍR. Þeir voru með einu stigi meira en þeir áttu raunverulega að vera með.
Even Singletary var gefið stig fyrir vítaskot í fyrri hálfleik sem hann klikkaði en hann viðurkenndi það fyrir dómurunum er þeir ræddu við hann.
Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, útskýrði málið í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en hann sagði að framkoma ÍR hafi vakið mikla lukku og athygli enda framkoman frábær.