Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Hrund Þórsdóttir skrifar 2. desember 2019 07:00 Árið 2005 gerðu ríkið og kirkjugarðaráð samning um greiðslur sem áttu að standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða. Í kjölfar efnahagshrunsins lækkaði ríkið einingaverð í gjaldalíkani samningsins og skar þannig niður fjárframlög til kirkjugarðanna. Á árunum 2009 til 2018 vantaði um þrjá komma fjóra milljarða króna að nafnvirði upp á að framlög til kirkjugarða væru í samræmi við samninginn. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir gögn hafa verið lögð fyrir fjárlaganefnd, Alþingi og bæði fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, sem er fagráðuneyti kirkjugarða, í von um skilning á stöðunni og aukin fjárframlög en það hafi lítil áhrif haft. „Þeir telja að rúmlega 40% skerðing eigi að gilda hjá okkur þótt þetta hafi verið leiðrétt hjá mörgum öðrum stofnunum hjá ríkinu,“ segir Þórsteinn. Hann segir samningsstöðu kirkjugarðanna svo veika að ekki hefði haft þýðingu að segja upp samningnum. Þá hafi kirkjugarðaráð skoðað að höfða mál vegna samningsbrota en það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs. „Bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss er ekki lengur á færi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis vegna stanslauss niðurskurðar í rúm tíu ár. Á því verkefni þurfa ríki og sveitarfélög að taka með KGRP og það á næstu árum. Margar viðvaranir hafa verið gefnar en ráðamenn, þ.e. ráðherrar og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan daufheyrst við þeim viðvörunum,” segir Þórsteinn.Aðstandendur óánægðir með aðbúnað kirkjugarða Verulega hefur verið dregið úr viðhaldi mannvirkja, sem liggja víða undir skemmdum. Erfitt hefur reynst að greiða jarðverktökum eðlilega þóknun fyrir störf þeirra í þágu garðanna og sumarstarfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fækkað úr 160 í 60. Þá hefur ekki verið hægt að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu líkhúss og athafnarýmis við Gufuneskirkjugarð.Hafið þið orðið vör við óánægju hjá aðstandendum við aðbúnað í kirkjugörðunum? „Já það hefur borið á því, við höfum fengið kvartanir.“ Þórsteinn segir að verði ekki brugðist við þurfi að skera enn frekar niður og þá liggi beint við að hætta þjónustu sem ekki sé hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarða, þar á meðal rekstri líkhúsa og athafnarýma vegna útfara. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni.“Bálstofan í Fossvogi, sú eina á landinu, er 72 ára og verði líkbrennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman.visir/SigurjónLíkbrennsluofnar gætu fallið saman Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu. Hún er 72 ára gömul og verði brennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman. Líkhúsið, sem þjónar í raun landinu öllu og tekur við um 90% landsmanna eftir andlát, er litlu yngra. Starfsemi bálstofu og líkhúss er nú rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu.Hvað myndi gerast ef þessum þjónustuþáttum í Fossvogi yrði lokað? „Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda því að þá væri ekki hægt að brenna hér á landi og yrði að flytja lík til útlanda,“ segir Þórsteinn. Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2017, var að heimila kirkjugörðum með lagabreytingu að innheimta gjöld vegna reksturs líkhúsa og athafnarýma. Þórsteinn segir að gjaldið, sem tekið yrði af dánarbúum, yrði hóflegt, eða um 30 þúsund fyrir notkun líkhúsa og um 15 þúsund fyrir leigu á kirkju vegna útfarar. „Þannig að þetta yrðu ekki háar upphæðir í hlutfalli við kostnað við útfarir, en þessu hefur þó verið hafnað,“ segir Þórsteinn. Ekki náðist í dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Árið 2005 gerðu ríkið og kirkjugarðaráð samning um greiðslur sem áttu að standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða. Í kjölfar efnahagshrunsins lækkaði ríkið einingaverð í gjaldalíkani samningsins og skar þannig niður fjárframlög til kirkjugarðanna. Á árunum 2009 til 2018 vantaði um þrjá komma fjóra milljarða króna að nafnvirði upp á að framlög til kirkjugarða væru í samræmi við samninginn. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir gögn hafa verið lögð fyrir fjárlaganefnd, Alþingi og bæði fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, sem er fagráðuneyti kirkjugarða, í von um skilning á stöðunni og aukin fjárframlög en það hafi lítil áhrif haft. „Þeir telja að rúmlega 40% skerðing eigi að gilda hjá okkur þótt þetta hafi verið leiðrétt hjá mörgum öðrum stofnunum hjá ríkinu,“ segir Þórsteinn. Hann segir samningsstöðu kirkjugarðanna svo veika að ekki hefði haft þýðingu að segja upp samningnum. Þá hafi kirkjugarðaráð skoðað að höfða mál vegna samningsbrota en það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs. „Bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss er ekki lengur á færi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis vegna stanslauss niðurskurðar í rúm tíu ár. Á því verkefni þurfa ríki og sveitarfélög að taka með KGRP og það á næstu árum. Margar viðvaranir hafa verið gefnar en ráðamenn, þ.e. ráðherrar og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan daufheyrst við þeim viðvörunum,” segir Þórsteinn.Aðstandendur óánægðir með aðbúnað kirkjugarða Verulega hefur verið dregið úr viðhaldi mannvirkja, sem liggja víða undir skemmdum. Erfitt hefur reynst að greiða jarðverktökum eðlilega þóknun fyrir störf þeirra í þágu garðanna og sumarstarfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fækkað úr 160 í 60. Þá hefur ekki verið hægt að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu líkhúss og athafnarýmis við Gufuneskirkjugarð.Hafið þið orðið vör við óánægju hjá aðstandendum við aðbúnað í kirkjugörðunum? „Já það hefur borið á því, við höfum fengið kvartanir.“ Þórsteinn segir að verði ekki brugðist við þurfi að skera enn frekar niður og þá liggi beint við að hætta þjónustu sem ekki sé hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarða, þar á meðal rekstri líkhúsa og athafnarýma vegna útfara. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni.“Bálstofan í Fossvogi, sú eina á landinu, er 72 ára og verði líkbrennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman.visir/SigurjónLíkbrennsluofnar gætu fallið saman Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu. Hún er 72 ára gömul og verði brennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman. Líkhúsið, sem þjónar í raun landinu öllu og tekur við um 90% landsmanna eftir andlát, er litlu yngra. Starfsemi bálstofu og líkhúss er nú rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu.Hvað myndi gerast ef þessum þjónustuþáttum í Fossvogi yrði lokað? „Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda því að þá væri ekki hægt að brenna hér á landi og yrði að flytja lík til útlanda,“ segir Þórsteinn. Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2017, var að heimila kirkjugörðum með lagabreytingu að innheimta gjöld vegna reksturs líkhúsa og athafnarýma. Þórsteinn segir að gjaldið, sem tekið yrði af dánarbúum, yrði hóflegt, eða um 30 þúsund fyrir notkun líkhúsa og um 15 þúsund fyrir leigu á kirkju vegna útfarar. „Þannig að þetta yrðu ekki háar upphæðir í hlutfalli við kostnað við útfarir, en þessu hefur þó verið hafnað,“ segir Þórsteinn. Ekki náðist í dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira