„Besta leiðin til þess að minnka mengun er að leggja bílnum“ Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2019 21:47 Líf segir Reykjavíkurborg vilja nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum þar sem sveitarfélögum er heimilt að takmarka eða banna bílaumferð á dögum þar sem mengun fer yfir heilsufarsmörk. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir óviðunandi að Reykjavíkurborg lendi í því að fara yfir heilsuverndarmörk í loftgæðum. Borgaryfirvöld vilji nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum sem heimila sveitastjórnum að takmarka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er á að svo verði. Hingað til hafa borgaryfirvöld aðeins getað beint tilmælum til fólks að varast það að fara út þegar loftgæði eru slæm, þá sérstaklega fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma eða heilsubrest. Þá séu fjölmörg dæmi um það að leikskólar geti ekki sent börn út í útiveru vegna þess að loftgæði eru slæm. „Mér finnst það galið að við séum að menga andrúmsloftið þannig að fólk getur ekki verið úti og notið þessa stilltu og fallegu daga,“ sagði Líf í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir vandamálið þó ekki bundið við Reykjavíkurborg þar sem fólk ferðist jafnt og þétt um höfuðborgarsvæðið alla daga. Hún hafi því sett á fót starfshóp sem muni vinna að því að kanna hvernig hægt sé að nýta umrædda heimild í lögum og fækka mengunardögum og verður sú vinna unnin í samráði við lykilaðila á borð við Vegagerðina, lögreglu, umhverfisstofnun og Strætó. „Við þurfum að ná öllum þessum aðilum saman svo við getum samræmt verklag og aðgerðir.“Líf segir vandamálið ekki einskorðast við Reykjavík þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðist á milli bæjarfélaga alla daga. Vísir/VilhelmMikilvægt að líta til orkuskipta í almenningssamgöngum Tveir mælar mæla loftgæði í Reykjavík, annar á Grensásvegi og hinn í Húsdýragarðinum. Jafnframt á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar tvö færanlega mæla sem mæla loftgæði á hverjum tíma. Aðspurð hvort það valdi skekkju að annar mælirinn, sá sem stendur við Grensásveg, sé ómarktækur sökum mikils umferðarþunga á því svæði segir Líf svo ekki vera. „Mælirinn í Húsdýragarðinum er þá nokkurskonar núllstaða við þann mæli til þess að þá meta loftgæðin því við viljum líka mæla mengun á þeim stöðum þar sem bílar keyra ótt og títt, eins og við Miklubrautina eða Hringbraut eða Kringlumýrabrautina.“ Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kom fram að hver kílómetra sem ekinn er á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra með fólksbíl með tilliti til álags á vegi. Þannig slíti og mengar einn strætisvagn á við 7.500 fólksbíla. Líf segir þó almenningssamgöngur alltaf vera vistvænni kost umfram einkabílinn þó það þurfi að líta til orkuskipta í þeim efnum. Almenningsvagnar þurfi að vera umhverfisvænir og borgarlínan muni koma þar sterk inn. „Þetta er allt stóra myndin en núna þurfum við að horfast í augu við það að andrúmsloftið okkar er mengað og besta leiðin til þess að minnka þá mengun er að leggja bílnum.“Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir óviðunandi að Reykjavíkurborg lendi í því að fara yfir heilsuverndarmörk í loftgæðum. Borgaryfirvöld vilji nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum sem heimila sveitastjórnum að takmarka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er á að svo verði. Hingað til hafa borgaryfirvöld aðeins getað beint tilmælum til fólks að varast það að fara út þegar loftgæði eru slæm, þá sérstaklega fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma eða heilsubrest. Þá séu fjölmörg dæmi um það að leikskólar geti ekki sent börn út í útiveru vegna þess að loftgæði eru slæm. „Mér finnst það galið að við séum að menga andrúmsloftið þannig að fólk getur ekki verið úti og notið þessa stilltu og fallegu daga,“ sagði Líf í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir vandamálið þó ekki bundið við Reykjavíkurborg þar sem fólk ferðist jafnt og þétt um höfuðborgarsvæðið alla daga. Hún hafi því sett á fót starfshóp sem muni vinna að því að kanna hvernig hægt sé að nýta umrædda heimild í lögum og fækka mengunardögum og verður sú vinna unnin í samráði við lykilaðila á borð við Vegagerðina, lögreglu, umhverfisstofnun og Strætó. „Við þurfum að ná öllum þessum aðilum saman svo við getum samræmt verklag og aðgerðir.“Líf segir vandamálið ekki einskorðast við Reykjavík þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðist á milli bæjarfélaga alla daga. Vísir/VilhelmMikilvægt að líta til orkuskipta í almenningssamgöngum Tveir mælar mæla loftgæði í Reykjavík, annar á Grensásvegi og hinn í Húsdýragarðinum. Jafnframt á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar tvö færanlega mæla sem mæla loftgæði á hverjum tíma. Aðspurð hvort það valdi skekkju að annar mælirinn, sá sem stendur við Grensásveg, sé ómarktækur sökum mikils umferðarþunga á því svæði segir Líf svo ekki vera. „Mælirinn í Húsdýragarðinum er þá nokkurskonar núllstaða við þann mæli til þess að þá meta loftgæðin því við viljum líka mæla mengun á þeim stöðum þar sem bílar keyra ótt og títt, eins og við Miklubrautina eða Hringbraut eða Kringlumýrabrautina.“ Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kom fram að hver kílómetra sem ekinn er á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra með fólksbíl með tilliti til álags á vegi. Þannig slíti og mengar einn strætisvagn á við 7.500 fólksbíla. Líf segir þó almenningssamgöngur alltaf vera vistvænni kost umfram einkabílinn þó það þurfi að líta til orkuskipta í þeim efnum. Almenningsvagnar þurfi að vera umhverfisvænir og borgarlínan muni koma þar sterk inn. „Þetta er allt stóra myndin en núna þurfum við að horfast í augu við það að andrúmsloftið okkar er mengað og besta leiðin til þess að minnka þá mengun er að leggja bílnum.“Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11
Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24