Reykjavík síðdegis Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega fjögur þúsund nöfn hafa borist frá því að opnað var tilnefningar 2. desember síðastliðinn. Innlent 12.12.2024 14:53 Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Innlent 10.12.2024 18:33 Tilnefningum til manns ársins rignir inn Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag. Innlent 6.12.2024 14:18 Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. Innlent 5.12.2024 20:57 Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. Innlent 21.11.2024 18:33 Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir best að byrja hjá lögreglu sé fólk með vitnisburð eða gögn sem geti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglu í einhverju máli. Útgefandi bókar um hvarf Geirfinns Einarssonar geti snúið sér til lögreglunnar á Suðurnesjum. Innlent 20.11.2024 19:10 Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir. Innlent 19.11.2024 22:04 Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu Stjórnmálafræðiprófessor segir það ranga notkun á hugtökum að blanda mögulegri spillingu við veitingu embætta saman við samsæriskenningu um „djúpríki“ sem stýri landinu á bak við tjöldin. Formaður Lýðræðisflokksins sagði djúpríkið staðreynd á Íslandi. Innlent 31.10.2024 15:01 „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir skynsemishyggju og innihaldi umfram umbúðum. Hann segir Klausturmálið ekki koma flokknum illa. Það sé þvert á móti traustvekjandi ef það sé eina málið sem fólk geti dregið upp til að draga úr trúverðugleika þeirra. Innlent 29.10.2024 22:01 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Innlent 27.9.2024 16:57 Líklega verði flett ofan af fleirum í rannsókn á brotum Diddy Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 26.9.2024 21:01 Staðan miklu alvarlegri þegar vígvöllurinn er stærri Magnús Þorkell Bernharðsson, trúarbragðafræðingur og prófessor í sögu Mið-Austurlanda segir stöðuna mun alvarlegri og verri í Mið-Austurlöndum en hún hefur verið frá því að stríðið hófst á Gasa í október í fyrra. Innlent 24.9.2024 22:45 Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi. Neytendur 24.9.2024 20:04 Vandasöm andlitslömun sem greinist vikulega á Íslandi Bell's palsy andlitslömun er nokkuð algeng á Íslandi og talið að árlegt nýgengi sé sennilega í kringum tuttugu tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa, að sögn háls-, nef- og eyrnalæknis. Það jafngildi því að í kringum einn greinist í viku hverri að meðaltali. Innlent 23.9.2024 22:28 Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. Lífið 23.9.2024 13:13 Ekki gott að æfa of nálægt háttatíma Besti tíminn til að stunda líkamsrækt er síðdegis en að stunda of ákafa hreyfingu stuttu fyrir háttatíma getur orðið til þess að viðkomandi nær ekki að sofna. Þetta segir svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir. Lífið 3.9.2024 21:02 „Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum“ Öryggis- og löggæslufræðingur segir vafasamt ætli lögregla að fara að leita á ungmennum til að koma í veg fyrir hnífaburð. Það leiði líklega til þess að spjótum verði beint að börnum innflytjenda og fólki af erlendum uppruna. Innlent 31.8.2024 10:29 Vilja koma böndum á AirBnb leigu á Íslandi Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stefna í þungan þingvetur. Hún á von á því að stærstu málin framundan á þingi verði húsnæðis- og efnahagsmál. Hún boðar nýtt útspil Samfylkingarinnar þar sem, meðal annars, verður kynnt nýtt inngrip á AirBnb skammtímaleigu á Íslandi. Kristrún ræddi komandi þingvetur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Innlent 29.8.2024 22:12 Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Innlent 28.8.2024 23:59 Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 28.8.2024 21:02 Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. Innlent 27.8.2024 23:43 Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. Innlent 27.8.2024 19:58 Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. Innlent 26.8.2024 23:00 Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Innlent 26.8.2024 17:59 Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Innlent 26.8.2024 17:52 Stofnanir megi nota samfélagsmiðla til að skera úr um rétt til bóta Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekkert óeðlilegt við það að stofnanir eða eftirlitsstofnanir noti upplýsingar á opnum samfélagsmiðlum fólks til að skera úr um það hvort það eigi rétt á bótum eða annars konar stuðningi úr opinberum og sameiginlegum sjóðum. Innlent 22.8.2024 18:06 Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðskipti innlent 21.8.2024 21:11 Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Innlent 20.8.2024 22:58 Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Innlent 19.8.2024 22:24 Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Innlent 15.8.2024 22:04 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 15 ›
Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega fjögur þúsund nöfn hafa borist frá því að opnað var tilnefningar 2. desember síðastliðinn. Innlent 12.12.2024 14:53
Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Innlent 10.12.2024 18:33
Tilnefningum til manns ársins rignir inn Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag. Innlent 6.12.2024 14:18
Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ segir fjögurra ára fangelsisdóm Daníels Arnar Unnarssonar í samræmi við önnur sambærileg mál þar sem dæmt var fyrir tilraun til manndráps. Þá segir hún þyngri refsingar ekki endilega hafa meiri fælingarmátt. Innlent 5.12.2024 20:57
Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. Innlent 21.11.2024 18:33
Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir best að byrja hjá lögreglu sé fólk með vitnisburð eða gögn sem geti varpað nýju ljósi á rannsókn lögreglu í einhverju máli. Útgefandi bókar um hvarf Geirfinns Einarssonar geti snúið sér til lögreglunnar á Suðurnesjum. Innlent 20.11.2024 19:10
Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir. Innlent 19.11.2024 22:04
Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu Stjórnmálafræðiprófessor segir það ranga notkun á hugtökum að blanda mögulegri spillingu við veitingu embætta saman við samsæriskenningu um „djúpríki“ sem stýri landinu á bak við tjöldin. Formaður Lýðræðisflokksins sagði djúpríkið staðreynd á Íslandi. Innlent 31.10.2024 15:01
„Við erum ekki slaufunarflokkur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir skynsemishyggju og innihaldi umfram umbúðum. Hann segir Klausturmálið ekki koma flokknum illa. Það sé þvert á móti traustvekjandi ef það sé eina málið sem fólk geti dregið upp til að draga úr trúverðugleika þeirra. Innlent 29.10.2024 22:01
Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Innlent 27.9.2024 16:57
Líklega verði flett ofan af fleirum í rannsókn á brotum Diddy Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 26.9.2024 21:01
Staðan miklu alvarlegri þegar vígvöllurinn er stærri Magnús Þorkell Bernharðsson, trúarbragðafræðingur og prófessor í sögu Mið-Austurlanda segir stöðuna mun alvarlegri og verri í Mið-Austurlöndum en hún hefur verið frá því að stríðið hófst á Gasa í október í fyrra. Innlent 24.9.2024 22:45
Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi. Neytendur 24.9.2024 20:04
Vandasöm andlitslömun sem greinist vikulega á Íslandi Bell's palsy andlitslömun er nokkuð algeng á Íslandi og talið að árlegt nýgengi sé sennilega í kringum tuttugu tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa, að sögn háls-, nef- og eyrnalæknis. Það jafngildi því að í kringum einn greinist í viku hverri að meðaltali. Innlent 23.9.2024 22:28
Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. Lífið 23.9.2024 13:13
Ekki gott að æfa of nálægt háttatíma Besti tíminn til að stunda líkamsrækt er síðdegis en að stunda of ákafa hreyfingu stuttu fyrir háttatíma getur orðið til þess að viðkomandi nær ekki að sofna. Þetta segir svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir. Lífið 3.9.2024 21:02
„Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum“ Öryggis- og löggæslufræðingur segir vafasamt ætli lögregla að fara að leita á ungmennum til að koma í veg fyrir hnífaburð. Það leiði líklega til þess að spjótum verði beint að börnum innflytjenda og fólki af erlendum uppruna. Innlent 31.8.2024 10:29
Vilja koma böndum á AirBnb leigu á Íslandi Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stefna í þungan þingvetur. Hún á von á því að stærstu málin framundan á þingi verði húsnæðis- og efnahagsmál. Hún boðar nýtt útspil Samfylkingarinnar þar sem, meðal annars, verður kynnt nýtt inngrip á AirBnb skammtímaleigu á Íslandi. Kristrún ræddi komandi þingvetur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Innlent 29.8.2024 22:12
Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Innlent 28.8.2024 23:59
Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 28.8.2024 21:02
Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. Innlent 27.8.2024 23:43
Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. Innlent 27.8.2024 19:58
Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. Innlent 26.8.2024 23:00
Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Innlent 26.8.2024 17:59
Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Innlent 26.8.2024 17:52
Stofnanir megi nota samfélagsmiðla til að skera úr um rétt til bóta Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekkert óeðlilegt við það að stofnanir eða eftirlitsstofnanir noti upplýsingar á opnum samfélagsmiðlum fólks til að skera úr um það hvort það eigi rétt á bótum eða annars konar stuðningi úr opinberum og sameiginlegum sjóðum. Innlent 22.8.2024 18:06
Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðskipti innlent 21.8.2024 21:11
Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Innlent 20.8.2024 22:58
Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Innlent 19.8.2024 22:24
Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Innlent 15.8.2024 22:04