Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2025 20:12 Finnbjörn Hermannsson er forseti Alþýðusambands Íslands. Ívar Fannar Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda. Greint var frá því í dag að tveir fyrrverandi verkalýðforkólfar sem kjörnir voru á Alþingi í nóvember síðastliðnum fengju greidd laun frá verkalýðsfélögunum út júni og væru þar með á tvöföldum launum fram að sumri. Um er að ræða Kristján Þórð Snæbjarnarson, þingmann Samfylkingarinnar og fráfarandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formann VR. Sjá: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá: Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Biðlaun þekkist ekki hjá ASÍ „Biðlaun þekkjast nú ekki hjá okkur. Yfirleitt þegar gerður er ráðningarsamningur, þá er það gert eftir einhverjum kjarasamningi, og síðan er ákvæði um það hvernig þeim ráðningarsamningi ljúki,“ segir Finnbjörn. Þá sé um að ræða það sem kallað er uppsagnarfrestur. „Við erum með mislangan uppsagnarfrest eftir starfsaldri og annað þess háttar, síðan semja menn um aukinn uppsagnarfrest ef það næst samkomulag um það. Það eru sérstaklega stjórnendur og þeir aðrir sem semja um einhvers konar starfslok þegar þeir hætta.“ Svo semji menn um það hvort þeir þurfi að vinna sinn uppsagnarfrest eða ekki. Stundum fái menn starfslokin greidd upp hvort sem þeir séu að fara í vinnu annars staðar eða ekki. „Þannig eru svona meginreglurnar hjá okkur á almennum markaði.“ Stéttarfélögin innheimti oft sambærilega samninga Finnbjörn segist í sjálfu sér ekki hafa skoðun á málum þeirra tveggja. Hann segir að stéttarfélögin séu oft að innheimta slíka starfslokasamninga. „Þannig við erum stundum að sækja svona mál. Þá er það kannski svoleiðis að atvinnurekandi vill ekki vera borga tvöfalt, en ef þetta er skriflegur samningur og hann er gerður í góðri trú, löglegur, þá ber bara að uppfylla slíkan samning.“ „En síðan verða þeir strákarnir að meta það hvort þeir séu tilbúnir til að taka við þessum launum eða ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.“ En það hefur komið fram líka í dag að kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur, þegar starfsmaður hefur farið í nýtt starf, jafnvel þótt hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekenda, og þá er spurt hvernig getur stéttarfélag borgað út með þessum hætti þegar þau eru að ráðleggja eitthvað allt annað? „Já það fer bara eftir samningi sko. Ef það stendur í samningi að vinnuframlags sé ekki óskað hjá viðkomandi launamanni. Þá er hann bara einfaldlega laus, og þá fær hann þetta greitt með jöfnum greiðslum eða einni summu í lok samningstímans, eða ráðningartímans.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í dag að hún ætti einnig rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningarsamningi sínum. Hún sagði hins vegar að hún myndi ekki þiggja launin næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Sjá: Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Þá hefur það verið rifjað upp þegar Ragnar Þór fordæmdi háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," sagði Ragnar Þór á sínum tíma um fráfarandi ríkislögreglustjóra. Fyrrverandi verkalýðsleiðtogum bjóðist ekki mörg störf Spurður út í þessi fimm ára gömlu ummæli Ragnars sagði Finnbjörn að menn geti alveg sett hlutina í samhengi við það sem þeir hafi haft skoðanir á gagnvart öðrum. Hann segir alveg eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þessu. „Jájá. Það sem mér finnst að þurfi að vera, ef að þeir félagar hafa gert samkomulag í upphafi síns starfsferils, þar eru þeir bara að verja sig, vegna þess að ég geri ráð fyrir því að það standi ekkert rosalega mörg störf til boða hjá atvinnurekendum fyrir fyrrverandi verkalýðsleiðtoga, og sérstaklega ekki í þeim geira sem að viðkomandi hefur verið að semja um laun hjá.“ sagði Finnbjörn. Hann segir allan gang vera á því hvernig gangi fyrir forystusauði verkalýðshreyfingarinnar á leita á ný mið. Það sé ekkert á vísan að róa í þeim efnum. En það getur líka verið verðmætt að fá þessa aðila til vinnu? „Jájá það eru heilmikil verðmæti í þekkingu þeirra,“ sagði Finnbjörn. Reykjavík síðdegis ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Greint var frá því í dag að tveir fyrrverandi verkalýðforkólfar sem kjörnir voru á Alþingi í nóvember síðastliðnum fengju greidd laun frá verkalýðsfélögunum út júni og væru þar með á tvöföldum launum fram að sumri. Um er að ræða Kristján Þórð Snæbjarnarson, þingmann Samfylkingarinnar og fráfarandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formann VR. Sjá: Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá: Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Biðlaun þekkist ekki hjá ASÍ „Biðlaun þekkjast nú ekki hjá okkur. Yfirleitt þegar gerður er ráðningarsamningur, þá er það gert eftir einhverjum kjarasamningi, og síðan er ákvæði um það hvernig þeim ráðningarsamningi ljúki,“ segir Finnbjörn. Þá sé um að ræða það sem kallað er uppsagnarfrestur. „Við erum með mislangan uppsagnarfrest eftir starfsaldri og annað þess háttar, síðan semja menn um aukinn uppsagnarfrest ef það næst samkomulag um það. Það eru sérstaklega stjórnendur og þeir aðrir sem semja um einhvers konar starfslok þegar þeir hætta.“ Svo semji menn um það hvort þeir þurfi að vinna sinn uppsagnarfrest eða ekki. Stundum fái menn starfslokin greidd upp hvort sem þeir séu að fara í vinnu annars staðar eða ekki. „Þannig eru svona meginreglurnar hjá okkur á almennum markaði.“ Stéttarfélögin innheimti oft sambærilega samninga Finnbjörn segist í sjálfu sér ekki hafa skoðun á málum þeirra tveggja. Hann segir að stéttarfélögin séu oft að innheimta slíka starfslokasamninga. „Þannig við erum stundum að sækja svona mál. Þá er það kannski svoleiðis að atvinnurekandi vill ekki vera borga tvöfalt, en ef þetta er skriflegur samningur og hann er gerður í góðri trú, löglegur, þá ber bara að uppfylla slíkan samning.“ „En síðan verða þeir strákarnir að meta það hvort þeir séu tilbúnir til að taka við þessum launum eða ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.“ En það hefur komið fram líka í dag að kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur, þegar starfsmaður hefur farið í nýtt starf, jafnvel þótt hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekenda, og þá er spurt hvernig getur stéttarfélag borgað út með þessum hætti þegar þau eru að ráðleggja eitthvað allt annað? „Já það fer bara eftir samningi sko. Ef það stendur í samningi að vinnuframlags sé ekki óskað hjá viðkomandi launamanni. Þá er hann bara einfaldlega laus, og þá fær hann þetta greitt með jöfnum greiðslum eða einni summu í lok samningstímans, eða ráðningartímans.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í dag að hún ætti einnig rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningarsamningi sínum. Hún sagði hins vegar að hún myndi ekki þiggja launin næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Sjá: Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Þá hefur það verið rifjað upp þegar Ragnar Þór fordæmdi háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," sagði Ragnar Þór á sínum tíma um fráfarandi ríkislögreglustjóra. Fyrrverandi verkalýðsleiðtogum bjóðist ekki mörg störf Spurður út í þessi fimm ára gömlu ummæli Ragnars sagði Finnbjörn að menn geti alveg sett hlutina í samhengi við það sem þeir hafi haft skoðanir á gagnvart öðrum. Hann segir alveg eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þessu. „Jájá. Það sem mér finnst að þurfi að vera, ef að þeir félagar hafa gert samkomulag í upphafi síns starfsferils, þar eru þeir bara að verja sig, vegna þess að ég geri ráð fyrir því að það standi ekkert rosalega mörg störf til boða hjá atvinnurekendum fyrir fyrrverandi verkalýðsleiðtoga, og sérstaklega ekki í þeim geira sem að viðkomandi hefur verið að semja um laun hjá.“ sagði Finnbjörn. Hann segir allan gang vera á því hvernig gangi fyrir forystusauði verkalýðshreyfingarinnar á leita á ný mið. Það sé ekkert á vísan að róa í þeim efnum. En það getur líka verið verðmætt að fá þessa aðila til vinnu? „Jájá það eru heilmikil verðmæti í þekkingu þeirra,“ sagði Finnbjörn.
Reykjavík síðdegis ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira