Flækjugangur kjarnafjölskyldunnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:00 *** Mamma klikk! Gaflaraleikhúsið Höfundur: Gunnar Helgason Leikgerð og leikstjórn: Björk Jakobsdóttir Leikarar: Gríma Valsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Auðunn Sölvi Hugason, Ásgrímur Gunnarsson, Gunnar Helgason, Þórunn Lárusdóttir, Felix Bergsson, Matthías Davíð Matthíasson, Agla Bríet Einarsdóttir, Vera Stefánsdóttir og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir Leikmynd: Stígur Steinþórsson Lýsing: Freyr Vilhjálmsson Búningar, leikgervi og sviðshreyfingar: Björk Jakobsdóttir Frumsamin tónlist og tónlistarhönnun: Hallur Ingólfsson Lagatextar: Hallur Ingólfsson, Þorsteinn Valdimarsson og Hjörleifur Hjartarson Klipping og hönnun á vídeóefni: Björk Jakobsdóttir og Vignir Daði Valtýsson Stella er alveg að missa þolinmæðina. Mamma hennar er að gera hana brjálaða með afskiptasemi og furðulegu háttalagi sem náði hámarki nýlega þegar hún tilkynnti heilli fermingarveislu að Stella væri byrjuð á blæðingum. Leikritið Mamma klikk! í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur var frumsýnt síðastliðinn mánuð í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði sem hefur einbeitt sér að barnaleikritum upp á síðkastið, sem er vel. Leikritið er samið upp úr vinsælli bókaseríu Gunnars Helgasonar en Björk gerir leikgerðina. Hér kemur fram gnægð af persónum sem margir þekkja en aðrir eru að kynnast í fyrsta skiptið. Söguþráður sýningarinnar snýst að mestu um leit Stellu að sátt við sjálfa sig og fjölskyldu sína, eitthvað sem allir geta tengt við. Handritið gengur upp að mestu en síðasti kaflinn er eins og klipptur úr öðru verki. Hugmyndin er fín, enda er mikil þörf á að kynna klassíska tónlist fyrir ungum áhorfendum, en hana hefði þurft að útfæra töluvert betur.Grasrótarvinna skilar sér Gríma Valsdóttir í hlutverki Stellu töfrar fram persónu sem er að feta sín fyrstu spor í tilveru fullorðinna, eins og allt ungt fólk. Stella er ekki orðin nægilega gömul til að hafa vit fyrir sjálfri sér en hefur fulla getu til að skilja að heimurinn er ekki sanngjarn. Allt þetta sýnir unga leikkonan afskaplega vel og hnýtir sýninguna fallega saman. Allt unga fólkið í sýningunni stendur sig með prýði og greinilegt að grasrótarvinna Gaflaraleikhússins er að skila sér margfalt. Grímu til halds og trausts er leikhópur sem samanstendur ekki einungis af ungu fólki að stíga sín fyrstu skref en líka reynslumiklum leikurum. Valgerður Guðnadóttir leikur hina títtræddu Mömmu klikk með miklum tilþrifum. Gunnar Helgason leikur Pabba prófessor sem virðist hafa meiri áhuga á sportbílum heldur en fræðilegum rannsóknum. Valgerður finnur mannlegu hliðina á sinni persónu en Gunnar leitar of mikið í auðveldar lausnir og spaug. Felix Bergsson mætir skeleggur á svið í hlutverki hins lumpna Hanna granna. Vandamálið við karakterinn er hversu óljós hann er. Sömuleiðis er Amma snobb, leikin af Þórunni Lárusdóttur, ekki nægilega afgerandi þó að hún sýni ágæta takta inn á milli. Bæði eru Felix og Þórunn fínustu leikarar og gera gott úr því sem í boði er en áhorfendur fá einungis snögga innsýn inn í innra líf þessara annars ágætu karaktera.Margt vel leyst Björk hefur í ansi mörg horn að líta þegar kemur að listrænni stjórnun sýningarinnar. Ekki einungis sinnir hún leikstjórn heldur hefur einnig umsjón með búningahönnun, leikgervum og sviðshreyfingum. Margt er vel leyst og heppnast í heildina nokkuð vel en óskandi væri að verkefnunum hefði verið útdeilt aðeins víðar til að skapa fjölbreyttari virkni á milli listrænna þátta. Stígur Steinþórsson sér um leikmyndina sem er fallega hönnuð en honum reynist erfitt að leysa breidd sviðsins í Gaflaraleikhúsinu. Sviðið er litríkt en oft frekar tómt á að líta. Fallegustu augnablikin eiga sér stað þegar sviðsmyndin opnast og fjölskyldutréð í bakgarðinum kemur í ljós. Tónlist Halls Ingólfssonar, sem og lagatexta, hefði mátt vefa og nýta betur inn í framvinduna, enda fín til síns brúks. Fjölskyldur eru alls konar og gallaðar. Mamma klikk! minnir áhorfendur á að það er bara hið besta mál á meðan kærleikurinn er í fyrirrúmi. Blessunarlega eru ekki allir eins, annars væri lífið ansi leiðinlegt. Þó er þörf á betra jafnvægi milli skilaboðanna og skopsins.NIÐURSTAÐA: Fjörug og á köflum falleg fjölskyldusaga um umburðarlyndi. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Leikhús Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
*** Mamma klikk! Gaflaraleikhúsið Höfundur: Gunnar Helgason Leikgerð og leikstjórn: Björk Jakobsdóttir Leikarar: Gríma Valsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Auðunn Sölvi Hugason, Ásgrímur Gunnarsson, Gunnar Helgason, Þórunn Lárusdóttir, Felix Bergsson, Matthías Davíð Matthíasson, Agla Bríet Einarsdóttir, Vera Stefánsdóttir og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir Leikmynd: Stígur Steinþórsson Lýsing: Freyr Vilhjálmsson Búningar, leikgervi og sviðshreyfingar: Björk Jakobsdóttir Frumsamin tónlist og tónlistarhönnun: Hallur Ingólfsson Lagatextar: Hallur Ingólfsson, Þorsteinn Valdimarsson og Hjörleifur Hjartarson Klipping og hönnun á vídeóefni: Björk Jakobsdóttir og Vignir Daði Valtýsson Stella er alveg að missa þolinmæðina. Mamma hennar er að gera hana brjálaða með afskiptasemi og furðulegu háttalagi sem náði hámarki nýlega þegar hún tilkynnti heilli fermingarveislu að Stella væri byrjuð á blæðingum. Leikritið Mamma klikk! í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur var frumsýnt síðastliðinn mánuð í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði sem hefur einbeitt sér að barnaleikritum upp á síðkastið, sem er vel. Leikritið er samið upp úr vinsælli bókaseríu Gunnars Helgasonar en Björk gerir leikgerðina. Hér kemur fram gnægð af persónum sem margir þekkja en aðrir eru að kynnast í fyrsta skiptið. Söguþráður sýningarinnar snýst að mestu um leit Stellu að sátt við sjálfa sig og fjölskyldu sína, eitthvað sem allir geta tengt við. Handritið gengur upp að mestu en síðasti kaflinn er eins og klipptur úr öðru verki. Hugmyndin er fín, enda er mikil þörf á að kynna klassíska tónlist fyrir ungum áhorfendum, en hana hefði þurft að útfæra töluvert betur.Grasrótarvinna skilar sér Gríma Valsdóttir í hlutverki Stellu töfrar fram persónu sem er að feta sín fyrstu spor í tilveru fullorðinna, eins og allt ungt fólk. Stella er ekki orðin nægilega gömul til að hafa vit fyrir sjálfri sér en hefur fulla getu til að skilja að heimurinn er ekki sanngjarn. Allt þetta sýnir unga leikkonan afskaplega vel og hnýtir sýninguna fallega saman. Allt unga fólkið í sýningunni stendur sig með prýði og greinilegt að grasrótarvinna Gaflaraleikhússins er að skila sér margfalt. Grímu til halds og trausts er leikhópur sem samanstendur ekki einungis af ungu fólki að stíga sín fyrstu skref en líka reynslumiklum leikurum. Valgerður Guðnadóttir leikur hina títtræddu Mömmu klikk með miklum tilþrifum. Gunnar Helgason leikur Pabba prófessor sem virðist hafa meiri áhuga á sportbílum heldur en fræðilegum rannsóknum. Valgerður finnur mannlegu hliðina á sinni persónu en Gunnar leitar of mikið í auðveldar lausnir og spaug. Felix Bergsson mætir skeleggur á svið í hlutverki hins lumpna Hanna granna. Vandamálið við karakterinn er hversu óljós hann er. Sömuleiðis er Amma snobb, leikin af Þórunni Lárusdóttur, ekki nægilega afgerandi þó að hún sýni ágæta takta inn á milli. Bæði eru Felix og Þórunn fínustu leikarar og gera gott úr því sem í boði er en áhorfendur fá einungis snögga innsýn inn í innra líf þessara annars ágætu karaktera.Margt vel leyst Björk hefur í ansi mörg horn að líta þegar kemur að listrænni stjórnun sýningarinnar. Ekki einungis sinnir hún leikstjórn heldur hefur einnig umsjón með búningahönnun, leikgervum og sviðshreyfingum. Margt er vel leyst og heppnast í heildina nokkuð vel en óskandi væri að verkefnunum hefði verið útdeilt aðeins víðar til að skapa fjölbreyttari virkni á milli listrænna þátta. Stígur Steinþórsson sér um leikmyndina sem er fallega hönnuð en honum reynist erfitt að leysa breidd sviðsins í Gaflaraleikhúsinu. Sviðið er litríkt en oft frekar tómt á að líta. Fallegustu augnablikin eiga sér stað þegar sviðsmyndin opnast og fjölskyldutréð í bakgarðinum kemur í ljós. Tónlist Halls Ingólfssonar, sem og lagatexta, hefði mátt vefa og nýta betur inn í framvinduna, enda fín til síns brúks. Fjölskyldur eru alls konar og gallaðar. Mamma klikk! minnir áhorfendur á að það er bara hið besta mál á meðan kærleikurinn er í fyrirrúmi. Blessunarlega eru ekki allir eins, annars væri lífið ansi leiðinlegt. Þó er þörf á betra jafnvægi milli skilaboðanna og skopsins.NIÐURSTAÐA: Fjörug og á köflum falleg fjölskyldusaga um umburðarlyndi.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Leikhús Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira