Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Sylvía Hall skrifar 23. nóvember 2019 15:48 Hataramenn í „kapítalistabúning andskotans“. Aðsend Mikill fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag þar sem boðað var til mótmæla klukkan 14. Fundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og endaði á því að þrjár kröfur voru lagðar fram. Kröfurnar voru þrjár; að Kristján Þór Júlíusson segði af sér sem ráðherra, nýja stjórnarskráin yrði lögfest og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði sem nýtast munu almenningi í landinu. Eftir ræðuhöldin steig hljómsveitin Hatari á svið og tók nokkur vel valin lög. Á lagalistanum var meðal annars lagið Spillingardans, sem þeir segjast hafa spilað til heiðurs Samherja. „Samherji er augsýnilega ein best smurða svikamylla samtímans. Stjórn Svikamyllu ehf. bað okkur því að skila þeim hamingjuóskum í tilefni dagsins. Það ætlum við að gera með því að spila lagið Spillingardans, félaginu til heiðurs,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmaður Hatara, í samtali við fréttamann. Jafnframt tók Hatari undir kröfurnar sem lagðar voru fram og ítrekuðu beiðni um nýja stjórnarskrá. „Við hvetjum þingheim til að kæfa ekki nýju stjórnarskránna í móki meðalmennskunar.“ Þá vakti það athygli viðstaddra að Hatararnir voru mættir til leiks í nýjum búningum, heldur ólíkum þeim sem þeir hafa hingað til verið þekktir fyrir. Sveitin sem hingað til hefur verið þekkt fyrir ögrandi leðurbúninga var mætt til leiks smjörgreidd í jakkafötum. Sjálfir kalla þeir búninginn „kapítalistabúning andskotans“. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Mikill fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag þar sem boðað var til mótmæla klukkan 14. Fundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og endaði á því að þrjár kröfur voru lagðar fram. Kröfurnar voru þrjár; að Kristján Þór Júlíusson segði af sér sem ráðherra, nýja stjórnarskráin yrði lögfest og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði sem nýtast munu almenningi í landinu. Eftir ræðuhöldin steig hljómsveitin Hatari á svið og tók nokkur vel valin lög. Á lagalistanum var meðal annars lagið Spillingardans, sem þeir segjast hafa spilað til heiðurs Samherja. „Samherji er augsýnilega ein best smurða svikamylla samtímans. Stjórn Svikamyllu ehf. bað okkur því að skila þeim hamingjuóskum í tilefni dagsins. Það ætlum við að gera með því að spila lagið Spillingardans, félaginu til heiðurs,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmaður Hatara, í samtali við fréttamann. Jafnframt tók Hatari undir kröfurnar sem lagðar voru fram og ítrekuðu beiðni um nýja stjórnarskrá. „Við hvetjum þingheim til að kæfa ekki nýju stjórnarskránna í móki meðalmennskunar.“ Þá vakti það athygli viðstaddra að Hatararnir voru mættir til leiks í nýjum búningum, heldur ólíkum þeim sem þeir hafa hingað til verið þekktir fyrir. Sveitin sem hingað til hefur verið þekkt fyrir ögrandi leðurbúninga var mætt til leiks smjörgreidd í jakkafötum. Sjálfir kalla þeir búninginn „kapítalistabúning andskotans“.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33
Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18